Er borginni treystandi fyrir byggingarréttargjaldinu? Kristinn Steinn Traustason skrifar 22. júní 2015 20:03 Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun