Guðmundur Steingrímsson kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 16:41 Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, kallar eftir aðgerðaráætlun í menntamálum. Vísir/Valli „Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast. Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
„Það er stundum sagt á hátíðisdögum að menntun borgi sig,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þingmaðurinn spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort hann hefði áhyggjur af þeim tölum sem birtust í könnun frá Hagstofu Íslands. Rétt eins og Vísir hefur fjallað um í dag þá skilar menntun sér síst í hærri launum hér á landi ef miðað er við önnur Evrópulönd. Guðmundur kallar eftir víðtækri aðgerðaráætlun í menntamálum. Guðmundur sagðist telja það heillavænlegt og skynsamlegt að búa í þjóðfélagi þar sem umbunað er fyrir menntun á einhvern hátt. „Við fáum aukna verðmætasköpun og heilbrigðara og betra samfélag.“ Hann benti á að Bandalag háskólamanna hafi bent á þetta misræmi um langt skeið en félagið hefur staðið í verkfallsaðgerðum í á fjórða mánuð. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM fyrir um tveimur vikum. „Hvatinn til menntunar er ekki nægilega ríkur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði það nú svo að áhöld væru jafnvel um hvort menntun borgi sig yfirhöfuð.Illugi er ekki ánægður með niðurstöður könnunar Hagstofunnar.Vísir/DaníelStingur mjög í augun Illugi tók undir áhyggjur Guðmundar en benti jafnframt á að nauðsynlegt væri að átta sig á hvers vegna staðan er eins og hún er. „Ég held því að það þurfi að velta fyrir sér þáttum eins og samsetningu háskólamenntunar hjá okkur. Hvert liggur straumurinn? Í hverju er fólk að mennta sig og gagnast það samfélaginu okkar í dag?“ Hann spurði þingheim hvort samfélagið hér á landi væri að nýta menntun nægilega vel og hvort hún hentaði þróun atvinnulífsins. „Þetta stingur mjög í augun og er umhugsunar- og áhyggjuefni fyrir okkur.“ Guðmundur kallaði í andsvari sínu eftir víðtækri aðgerðaráætlun til að auka gildi menntunar. „Ég held að við séum í alþjóðasamkeppni um menntað starfsfólk,“ sagði Guðmundur. „Við erum að horfa upp á þetta núna. Menntað vinnuafl er að leita annað. Við kostum menntunina og þetta fólk flytur svo út og greiðir skatta þar.“ Illugi telur málið að einhverju leyti menningarlegt. „Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: „Bókvitið verður ekki í askana látið“,“ sagði hann en að hann teldi að þetta viðhorf væri að breytast.
Alþingi Tengdar fréttir Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Menntun hefur minnst áhrif á Íslandi Munur ráðstöfunartekna eftir menntun var minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki árið 2013. 22. júní 2015 14:00