„Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 11:12 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar ekki vera almenna aðgerð. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“ Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“
Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14