Varadómari settur á leiki til að koma í veg fyrir fleiri stór mistök Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2015 11:00 Það hjálpar ekki einbeitingu aðstoðardómara að þurfa einnig að sjá um bekkina, segir dómarastjóri KSÍ. vísir/stefán Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Knattspyrnuáhugamenn hafa kannski tekið eftir því að varadómari hefur verið á nær helming leikjanna í síðustu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta. Varadómari var á þremur leikjum í níundu umferð og í fjórum leikjum í tíundu umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. „Við höfum það nú að markmiði að fjölga varadómurum og frá og með næsta ári ætlum við að hafa varadómara á öllum leikjum í Pepsi-deild karla,“ segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, við Vísi. „Markmiðið er það,“ segir hann. „Að aðstoðardómarinn sem er bekkjarmeginn [AD1] á vellinum fái vinnufrið. Starf aðstoðardómarans er þannig að hann verður að hafa fulla einbeitingu á því sem hann er að gera til að skila af sér góðu starfi.“ „Það tekur höggið af aðstoðardómara eitt þegar varadómari er til staðar. Hann sér í staðinn um samskipti við bekkinn og menn einbeita sér að honum,“ segir Magnús Már.Halldór Breiðfjörð, varadómari í leik Fylkis og Víkings, hefur hemil á Ólafi Þórðarsyni á hliðarlínunni.vísir/valliKostar um tvær milljónir Dómarastjórinn segist ekki geta fullyrt að varadómari verði á öllum leikjum á næsta ári þó að því sé stefnt. Kostnaðurinn er mikill, en varadómari fær um 14.000 krónur fyrir leikinn. Dómarakostnaður KSÍ eykst því um tvær milljónir á næsta tímabili. „Þetta er bara tímanna tákn. Það er orðið mun flóknara að vera aðstoðardómari núna en fyrir nokkrum árum. Það er nóg álag að sinna sínu starfi og fylgjast með rangstöðunni og ekki hjálpar að vera líka með bekkinn,“ segir Magnús Már. Aðspurður hvort KSÍ sé einfaldlega að bregðast við gríðarlegri gagnrýni á dómara Pepsi-deildarinnar og sérstaklega í garð aðstoðardómaranna segir Magnús: „Það er hárrétt. Álagið hefur aukist til muna hjá þeim og við erum að reyna að létta álagið á þeim.“Dómgæslan hefur í heildina verið góð, en of stór mistök hafa verið gerð.vísir/vilhelmAðstoðardómarar kallaðir sérstaklega á fund Dómarar eru mjög meðvitaðir um hvernig þeir hafa farið af stað í deildinni og er þetta ekki það eina sem KSÍ er að gera til að reyna að bæta dómgæsluna. „Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við,“ segir Magnús Már. „Við erum alltaf með tvo fundi á sumrin; annan eftir átta umferðir og svo aftur í lok júlí. Þar förum við yfir það sem betur má fara og reynum að greina mistökin. “ „Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann.“ „Dómgæslan hefur í heildina gengið vel en við erum að sjá meira af mistökum í byrjun móts heldur en áður og því erum við að bregðast við,“ segir Magnús Már Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira