Alþingi afgreiðir mál á færibandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 19:18 Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira