Enn ein mótmælin boðuð á Austurvelli: „Almenningur er að vakna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 11:41 Sara Oskarsson er einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem staðið hefur fyrir fjölmörgum mótmælum á Austurvelli í vetur. vísir/stefán Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur. Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58
Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15
Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00