Vigdís Hauks sakar borgarstjórann um lygar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2015 14:11 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir nefndina aldrei hafa óskað eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um nýjan Landspítala, líkt og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrti í Bítinu á dögunum. Sakar hún hann um að fara með fleipur í þessum efnum. „Fjárlaganefnd hefur aldrei farið fram á að farið yrði yfir útreikninga Hagfræðistofnunar og ég biðst undan því að sitja undir slíkum ósannindum frá borgarstjóra Reykjavíkur – við vitum að hann er kominn í mikil vandræði með rekstur borgarinnar,“ skrifar Vigdís.„Borgarstjórinn lýgur,“ skrifar Vigdís.Dagur sagði í viðtalinu að fjárlaganefnd hefði óskað eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári síðan. Mikilvægt væri að bíða niðurstaðna áður en lengra yrði haldið í umræðunni um staðsetningu spítalans. Á Facebook-síðu Samtaka um betri spítala segir að fulltrúar samtakanna hafi fundað með Hagfræðistofnun um málið í gær. Þar hafi komið í ljós um væri að ræða skýrslu sem háskólayfirvöld óskuðu eftir en að fulltrúar Hagfræðistofnunar hefðu tekið sérstaklega fram að ekkert hafi verið komið inn á staðsetningu spítalans við vinnslu skýrslunnar. Samtökin hafi því óskað eftir því við háskólarektor að fá skýrsluna afhenta. „Þetta er önnur skýrslan um nýjan LSH sem samtökin komast á snoðir um og ekki hefur verið birt opinberlega.“Viðtalið við Dag B. Eggertsson má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Dagur borgarstjóri fullyrti í Bítinu á Bylgjunni þann 7. júlí að fjárlaganefnd Alþingis hefði pantað skýrslu um nýjan...Posted by Samtök um Betri spítala á betri stað on 15. júlí 2015 Alþingi Tengdar fréttir Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. 13. ágúst 2014 21:10 Forgangsröðun og fjármögnun nýs spítala Fáir læknar tjáðu sig um vinnuaðstöðu og tækjakost á LSH fyrir verkfall. Fyrst í lok janúar birtist grein í Mbl. eftir Stefán A. Matthíasson lækni, sem sagði að í stað byggingar sjúkrahótels væri fjármunum betur varið til kaupa á tækjum, sem bráðvantar. 15. apríl 2015 07:00 Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Bjarni Benediktsson segir að nýr spítali verði ekki byggður á meðan skuldastaða ríkissjóðs er jafn slæm og raun ber vitni. 25. september 2014 11:48 Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa Meira en tveir af hverjum þremur svarendum telja rétt að nýta hluta af fé frá kröfuhöfum til þess að byggja nýjan spítala. Varaformaður fjárlaganefndar segir gott að fólk vilji forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar og byggja nýjan spítala. 18. júní 2015 07:00 Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Borgin á lóðirnar sem forsætisráðherra telur hagkvæmt að selja. 2. apríl 2015 18:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir nefndina aldrei hafa óskað eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um nýjan Landspítala, líkt og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrti í Bítinu á dögunum. Sakar hún hann um að fara með fleipur í þessum efnum. „Fjárlaganefnd hefur aldrei farið fram á að farið yrði yfir útreikninga Hagfræðistofnunar og ég biðst undan því að sitja undir slíkum ósannindum frá borgarstjóra Reykjavíkur – við vitum að hann er kominn í mikil vandræði með rekstur borgarinnar,“ skrifar Vigdís.„Borgarstjórinn lýgur,“ skrifar Vigdís.Dagur sagði í viðtalinu að fjárlaganefnd hefði óskað eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári síðan. Mikilvægt væri að bíða niðurstaðna áður en lengra yrði haldið í umræðunni um staðsetningu spítalans. Á Facebook-síðu Samtaka um betri spítala segir að fulltrúar samtakanna hafi fundað með Hagfræðistofnun um málið í gær. Þar hafi komið í ljós um væri að ræða skýrslu sem háskólayfirvöld óskuðu eftir en að fulltrúar Hagfræðistofnunar hefðu tekið sérstaklega fram að ekkert hafi verið komið inn á staðsetningu spítalans við vinnslu skýrslunnar. Samtökin hafi því óskað eftir því við háskólarektor að fá skýrsluna afhenta. „Þetta er önnur skýrslan um nýjan LSH sem samtökin komast á snoðir um og ekki hefur verið birt opinberlega.“Viðtalið við Dag B. Eggertsson má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Dagur borgarstjóri fullyrti í Bítinu á Bylgjunni þann 7. júlí að fjárlaganefnd Alþingis hefði pantað skýrslu um nýjan...Posted by Samtök um Betri spítala á betri stað on 15. júlí 2015
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. 13. ágúst 2014 21:10 Forgangsröðun og fjármögnun nýs spítala Fáir læknar tjáðu sig um vinnuaðstöðu og tækjakost á LSH fyrir verkfall. Fyrst í lok janúar birtist grein í Mbl. eftir Stefán A. Matthíasson lækni, sem sagði að í stað byggingar sjúkrahótels væri fjármunum betur varið til kaupa á tækjum, sem bráðvantar. 15. apríl 2015 07:00 Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Bjarni Benediktsson segir að nýr spítali verði ekki byggður á meðan skuldastaða ríkissjóðs er jafn slæm og raun ber vitni. 25. september 2014 11:48 Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa Meira en tveir af hverjum þremur svarendum telja rétt að nýta hluta af fé frá kröfuhöfum til þess að byggja nýjan spítala. Varaformaður fjárlaganefndar segir gott að fólk vilji forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar og byggja nýjan spítala. 18. júní 2015 07:00 Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Borgin á lóðirnar sem forsætisráðherra telur hagkvæmt að selja. 2. apríl 2015 18:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. 13. ágúst 2014 21:10
Forgangsröðun og fjármögnun nýs spítala Fáir læknar tjáðu sig um vinnuaðstöðu og tækjakost á LSH fyrir verkfall. Fyrst í lok janúar birtist grein í Mbl. eftir Stefán A. Matthíasson lækni, sem sagði að í stað byggingar sjúkrahótels væri fjármunum betur varið til kaupa á tækjum, sem bráðvantar. 15. apríl 2015 07:00
Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Bjarni Benediktsson segir að nýr spítali verði ekki byggður á meðan skuldastaða ríkissjóðs er jafn slæm og raun ber vitni. 25. september 2014 11:48
Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa Meira en tveir af hverjum þremur svarendum telja rétt að nýta hluta af fé frá kröfuhöfum til þess að byggja nýjan spítala. Varaformaður fjárlaganefndar segir gott að fólk vilji forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar og byggja nýjan spítala. 18. júní 2015 07:00
Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Borgin á lóðirnar sem forsætisráðherra telur hagkvæmt að selja. 2. apríl 2015 18:53