Skiptimarkaður hjúkrunarfræðinga Helga María Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 23:19 Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar