
Skiptimarkaður hjúkrunarfræðinga
Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki.
Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni.
Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar.
Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun.
Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt.
Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt.
Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð.
Skoðun

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar