Bjarni: Vonandi var þetta ekki síðasti leikur Þorsteins fyrir KR Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli skrifar 12. júlí 2015 22:17 Bjarni Guðjónsson vonast til að halda Þorsteini Má. vísir/stefán Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. "Þótt úrslitin hafi á endanum verið nokkuð þægileg litum við aldrei á það sem létt verkefni að koma hingað í Víkina," sagði Bjarni. "Okkur tókst að byrja leikinn af krafti og setja þá á afturlappirnar og þar af leiðandi leit þetta út fyrir að vera auðvelt sem var ekki raunin. "Það er þægileg þróun að vera 3-0 yfir í hálfleik en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerist því menn eru vinnusamir og duglegir," sagði Bjarni sem gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson af velli í seinni hálfleik en KR á leik gegn Rosenborg í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. "Þessir leikmenn hafa spilað nánast alla leiki og það var gott að geta tekið þá út af og jafnframt gaman að geta sett ungan og efnilegan strák (Axel Sigurðarson) inn á og hann stóð sig frábærlega." Tvö fyrstu mörk KR komu eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkings. Bjarni sagði að það hafi verið á leikplaninu fyrir leikinn. "Þetta er eitt af vopnunum sem við höfum, að geta sett boltann inn fyrir. Við erum með fljóta menn fram á við og þegar við sendum boltann aftur fyrir varnir andstæðinganna getum við refsað." Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik fyrir KR í kvöld, skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Mikið hefur verið rætt og ritað um hans framtíð hjá KR en félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. En var þetta hans síðasti leikur fyrir KR? "Nei, það vona ég svo sannarlega ekki. Það er Evrópuleikur á fimmtudaginn og glugginn er ekki opinn enn þannig að við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 0-3 | KR kláraði dæmið í fyrri hálfleik KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. 12. júlí 2015 22:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. "Þótt úrslitin hafi á endanum verið nokkuð þægileg litum við aldrei á það sem létt verkefni að koma hingað í Víkina," sagði Bjarni. "Okkur tókst að byrja leikinn af krafti og setja þá á afturlappirnar og þar af leiðandi leit þetta út fyrir að vera auðvelt sem var ekki raunin. "Það er þægileg þróun að vera 3-0 yfir í hálfleik en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerist því menn eru vinnusamir og duglegir," sagði Bjarni sem gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson af velli í seinni hálfleik en KR á leik gegn Rosenborg í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. "Þessir leikmenn hafa spilað nánast alla leiki og það var gott að geta tekið þá út af og jafnframt gaman að geta sett ungan og efnilegan strák (Axel Sigurðarson) inn á og hann stóð sig frábærlega." Tvö fyrstu mörk KR komu eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkings. Bjarni sagði að það hafi verið á leikplaninu fyrir leikinn. "Þetta er eitt af vopnunum sem við höfum, að geta sett boltann inn fyrir. Við erum með fljóta menn fram á við og þegar við sendum boltann aftur fyrir varnir andstæðinganna getum við refsað." Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik fyrir KR í kvöld, skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Mikið hefur verið rætt og ritað um hans framtíð hjá KR en félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. En var þetta hans síðasti leikur fyrir KR? "Nei, það vona ég svo sannarlega ekki. Það er Evrópuleikur á fimmtudaginn og glugginn er ekki opinn enn þannig að við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 0-3 | KR kláraði dæmið í fyrri hálfleik KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. 12. júlí 2015 22:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 0-3 | KR kláraði dæmið í fyrri hálfleik KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. 12. júlí 2015 22:30