Fótbolti

Stelpurnar upp í 18. sæti FIFA-listans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/stefán
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fer upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Stelpurnar okkar eru nú í 18. sæti eftir að vera í 20. sæti á síðasta lista. Hæst hafa þær komist í 15. sætið.

Ísland er níunda besta þjóð Evrópu og fer upp um tvö sæti á Evrópulistanum líkt og á heimslistanum.

Bandaríkin, sem fögnuðu heimsmeistaratitlinum síðastliðinn sunnudag, eru í efsta sæti listans og Evrópumeistarar Þjóðverja í öðru sæti. Frakkar eru í þriðja sæti og Japan, silfurverðlaunahafi á HM, er í fjórða sæti.

Efstu 20 þjóðirnar:

1. Bandaríkin

2. Þýskaland

3. Frakkland

4. Japan

5. England

6. Brasilía

7. Svíþjóð

8. Norður-Kórea

9. Ástralía

10. Noregur

11. Kanada

12. Holland

13. Ítalía

14. Kína

15. Danmörk

16. Nýja-Sjáland

17. Suður-Kórea

18. Ísland

19. Spánn

20. Skotland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×