Æðstu stjórnendur heilbrigðismála krafðir svara Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 13:12 Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Alþingi Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira