Fram vann mikilvægan sigur á Haukum | Myndir Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. ágúst 2015 21:15 Vísir/Andri Marinó Fram vann mikilvægan 2-0 sigur á Haukum í 1. deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur lærisveina Péturs Péturssonar í síðustu sjö leikjum. Með sigrinum skaust Fram upp fyrir Selfoss í níunda sætið, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fram hafði aðeins nælt í þrjú stig í síðustu sex leikjum eftir að hafa unnið þrjá leiki af fjórum á undan því. Fyrir vikið hafði þetta sögufræga félag sogast inn í fallbaráttuna í 1. deild, ári eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni. Nýjustu leikmenn liðsins virðast ætla að reynast þeim drjúgir en Indriði Áki Þorláksson sem gekk til liðs við Fram á frá FH í júlí skoraði annan leikinn í röð þegar hann kom Fram yfir á 29. mínútu. Atli Fannar Jónsson sem gekk til liðs við Fram á láni frá Víking bætti við öðru marki Fram um miðbik seinni hálfleiksins en Atli gerði endanlega út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með þriðja marki heimamanna og öðru marki sínu í leiknum. Fram mætir Gróttu í næstu umferð í sannkölluðum botnslag en með sigri getur Fram skilið sig frá botnbaráttuni. Það var heldur betur dramatík þegar Fjarðarbyggð tók á móti Þór á Eskjuvelli í kvöld en á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik komu þrjú mörk og eitt rautt spjald. Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kom Fjarðarbyggð yfir þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en hann átti eftir að bæta upp fyrir það. Þegar korter var til leiksloka náði Kristinn Þór Björnsson að jafna metin fyrir Þór en aðeins mínútu síðar komst Fjarðarbyggð aftur yfir með marki Nik Anthony Chamberlain. Jóhann Helgi bætti upp fyrir mistök sín tveimur mínútum síðar þegar hann jafnaði aftur fyrir hönd Þórs. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðarbyggðar, fékk rautt spjald eftir markið en gestirnir frá Akureyri náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á síðustu mínútum leiksins og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Fram vann mikilvægan 2-0 sigur á Haukum í 1. deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur lærisveina Péturs Péturssonar í síðustu sjö leikjum. Með sigrinum skaust Fram upp fyrir Selfoss í níunda sætið, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fram hafði aðeins nælt í þrjú stig í síðustu sex leikjum eftir að hafa unnið þrjá leiki af fjórum á undan því. Fyrir vikið hafði þetta sögufræga félag sogast inn í fallbaráttuna í 1. deild, ári eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni. Nýjustu leikmenn liðsins virðast ætla að reynast þeim drjúgir en Indriði Áki Þorláksson sem gekk til liðs við Fram á frá FH í júlí skoraði annan leikinn í röð þegar hann kom Fram yfir á 29. mínútu. Atli Fannar Jónsson sem gekk til liðs við Fram á láni frá Víking bætti við öðru marki Fram um miðbik seinni hálfleiksins en Atli gerði endanlega út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með þriðja marki heimamanna og öðru marki sínu í leiknum. Fram mætir Gróttu í næstu umferð í sannkölluðum botnslag en með sigri getur Fram skilið sig frá botnbaráttuni. Það var heldur betur dramatík þegar Fjarðarbyggð tók á móti Þór á Eskjuvelli í kvöld en á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik komu þrjú mörk og eitt rautt spjald. Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kom Fjarðarbyggð yfir þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks en hann átti eftir að bæta upp fyrir það. Þegar korter var til leiksloka náði Kristinn Þór Björnsson að jafna metin fyrir Þór en aðeins mínútu síðar komst Fjarðarbyggð aftur yfir með marki Nik Anthony Chamberlain. Jóhann Helgi bætti upp fyrir mistök sín tveimur mínútum síðar þegar hann jafnaði aftur fyrir hönd Þórs. Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðarbyggðar, fékk rautt spjald eftir markið en gestirnir frá Akureyri náðu ekki að nýta sér liðsmuninn á síðustu mínútum leiksins og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira