Íslenski boltinn

Hefur ekki skorað í 1438 mínútur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Chuck hefur verið ískaldur fyrir framan markið undanfarin tvö ár.
Chuck hefur verið ískaldur fyrir framan markið undanfarin tvö ár. vísir/anton
Keflvíkingar sóttu sér töluverðan liðsstyrk áður en félagsskiptaglugginn lokaðist en þrátt fyrir það gengur liðinu bölvanlega að safna stigum. Spilamennska liðsins í undanförnum tveimur leikjum hefur verið betri en aðeins fengust tvö stig úr þeim og er liðið sjö stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir.

Forráðamenn Keflavíkur höfðu eflaust væntingar til þess að Chukwudi Chijindu, Chuck, myndi skjóta liðinu upp töfluna en bandaríski framherjinn hefur ekki náð neinum takti með liðinu.

Chuck tókst loks að koma að marki gegn Fylki þegar hann lagði upp eitt mark en hann hefur ekki skorað í tæp tvö ár. Hefur hann alls leikið 1.438 mínútur án þess að skora mark í Pepsi-deildinni, með Þór og Keflavík, en hann komst síðast á blað í 1-2 sigri Þórs á ÍBV 28. september 2013.

Ætli Keflvíkingar sér að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni á næsta ári verða að koma sigrar í næstu umferðum og verður því mikil pressa á framherjum liðsins að koma boltanum í netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×