Alþingi Íslendinga hækki lífeyri aldraðra strax jafn mikið og lágmarkslaun Björgvin Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafn mikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Allir flokkar á Alþingi taki höndum saman um þessa sjálfsögðu leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja. Náist þverpólitísk samstaða um þessa leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja er unnt að afgreiða frumvarp um hana á einum degi. Þjóðin öll mundi standa með Alþingi í þessu máli og álit Alþingis mundi stóraukast.Algert lágmark fyrir lífeyrisþega Einhleypir ellilífeyrisþegar, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, hafa í dag 225 þúsund krónur á mánuði frá TR fyrir skatt og 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Við leiðréttingu Alþingis mundi þessi upphæð hækka í 256 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og 211 þúsund eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Skatturinn tekur sitt og ellilífeyrisþeginn heldur aðeins hluta af hækkuninni. Í rauninni erum við hér að tala um algert lágmark til þess að lifa af fyrir einstakling. Ef húsnæðiskostnaður er hár dugar þetta ekki. Það þarf til viðbótar að koma aðstoð frá sveitarfélagi. Lífeyrir TR til lífeyrisþega á að vera skattfrjáls. Alþingi þyrfti einnig að samþykkja, að næstu 3 árin fengju aldraðir og öryrkjar sömu hækkun og láglaunafólk, þ.e. hækkun upp í 300 þúsund krónur á mánuði eins og láglaunafólk á að fá.Eiga rétt á þessu samkvæmt stjórnarskránni Við erum hér að tala um einhleypa lífeyrisþega en síðan ættu aðrir aldraðir og öryrkjar að hækka tilsvarandi samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, hafa skert kjör aldraðra og öryrkja á miðju ári. Á sama hátt getur Alþingi hvenær sem er ársins hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja. Það skiptir engu máli þó ekki sé lokið afgreiðslu nýrra fjárlaga. Stjórnarskráin er æðri fjárlögum og öllum öðrum lögum. Og samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða þá, sem þurfa aðstoð vegna elli og örorku. Sannanlega þurfa þeir aldraðir og öryrkjar, sem verst eru staddir aðstoð. Það er engin spurning, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa tekjur frá TR, eiga rétt á aðstoð samkvæmt stjórnarskránni. Þeir hefðu hins vegar átt að fá hana miklu fyrr. Sama gildir um þá, sem eru með mjög lágan lífeyri úr lífeyrisssjóði.Best að miða við lágmarkslaun Ï tengslum við þetta mál ætti Alþingi ef til vill einnig að samþykkja á ný eldri viðmiðun fyrir breytingar á lífeyri aldraðra og öryrkja, þ.e að miða ætti við breytingar á lágmarkslaunum verkafólks, þegar lífeyri væri breytt. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lét breyta þessari viðmiðun þannig, að nú á að miða við launaþróun í stað lágmarkslauna en lífeyrir þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Hann lýsti því yfir í tengslum við þessa breytingu, að hún yrði hagstæðari lífeyrisþegum en eldra ákvæði. Það hafa seinni tíma stjórnmálamenn ekki viljað viðurkenna. Þeir hafa verið að reikna út minni hækkun fyrir lífeyrisþega en láglaunamenn hafa fengið. Því er einfaldast að færa orðalagið til fyrra horfs svo ekki þurfi að deila um viðmiðunina.Alþingi sameinist um afgreiðsluna Það er ekki oft, sem Alþingi sameinast um afgreiðslu mála. Oftast fær almenningur þá mynd af Alþingi, að þar sé hver höndin upp á móti annarri. En nú gefst Alþingi tækifæri til þess að sameinast um mikið sanngirnis- og réttlætismál og skapa jákvæðari mynd af störfum þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafn mikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Allir flokkar á Alþingi taki höndum saman um þessa sjálfsögðu leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja. Náist þverpólitísk samstaða um þessa leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja er unnt að afgreiða frumvarp um hana á einum degi. Þjóðin öll mundi standa með Alþingi í þessu máli og álit Alþingis mundi stóraukast.Algert lágmark fyrir lífeyrisþega Einhleypir ellilífeyrisþegar, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, hafa í dag 225 þúsund krónur á mánuði frá TR fyrir skatt og 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Við leiðréttingu Alþingis mundi þessi upphæð hækka í 256 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt og 211 þúsund eftir skatt. Það eru öll ósköpin. Skatturinn tekur sitt og ellilífeyrisþeginn heldur aðeins hluta af hækkuninni. Í rauninni erum við hér að tala um algert lágmark til þess að lifa af fyrir einstakling. Ef húsnæðiskostnaður er hár dugar þetta ekki. Það þarf til viðbótar að koma aðstoð frá sveitarfélagi. Lífeyrir TR til lífeyrisþega á að vera skattfrjáls. Alþingi þyrfti einnig að samþykkja, að næstu 3 árin fengju aldraðir og öryrkjar sömu hækkun og láglaunafólk, þ.e. hækkun upp í 300 þúsund krónur á mánuði eins og láglaunafólk á að fá.Eiga rétt á þessu samkvæmt stjórnarskránni Við erum hér að tala um einhleypa lífeyrisþega en síðan ættu aðrir aldraðir og öryrkjar að hækka tilsvarandi samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn, hafa skert kjör aldraðra og öryrkja á miðju ári. Á sama hátt getur Alþingi hvenær sem er ársins hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja. Það skiptir engu máli þó ekki sé lokið afgreiðslu nýrra fjárlaga. Stjórnarskráin er æðri fjárlögum og öllum öðrum lögum. Og samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða þá, sem þurfa aðstoð vegna elli og örorku. Sannanlega þurfa þeir aldraðir og öryrkjar, sem verst eru staddir aðstoð. Það er engin spurning, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa tekjur frá TR, eiga rétt á aðstoð samkvæmt stjórnarskránni. Þeir hefðu hins vegar átt að fá hana miklu fyrr. Sama gildir um þá, sem eru með mjög lágan lífeyri úr lífeyrisssjóði.Best að miða við lágmarkslaun Ï tengslum við þetta mál ætti Alþingi ef til vill einnig að samþykkja á ný eldri viðmiðun fyrir breytingar á lífeyri aldraðra og öryrkja, þ.e að miða ætti við breytingar á lágmarkslaunum verkafólks, þegar lífeyri væri breytt. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lét breyta þessari viðmiðun þannig, að nú á að miða við launaþróun í stað lágmarkslauna en lífeyrir þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Hann lýsti því yfir í tengslum við þessa breytingu, að hún yrði hagstæðari lífeyrisþegum en eldra ákvæði. Það hafa seinni tíma stjórnmálamenn ekki viljað viðurkenna. Þeir hafa verið að reikna út minni hækkun fyrir lífeyrisþega en láglaunamenn hafa fengið. Því er einfaldast að færa orðalagið til fyrra horfs svo ekki þurfi að deila um viðmiðunina.Alþingi sameinist um afgreiðsluna Það er ekki oft, sem Alþingi sameinast um afgreiðslu mála. Oftast fær almenningur þá mynd af Alþingi, að þar sé hver höndin upp á móti annarri. En nú gefst Alþingi tækifæri til þess að sameinast um mikið sanngirnis- og réttlætismál og skapa jákvæðari mynd af störfum þingsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun