Níunda stórmót Ásdísar á sjö árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið í fremstu röð spjótkastara í heiminum um árabil. Grafík/Fréttablaðið Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er enn á ný mætt á stóra svið frjálsu íþróttanna til að reyna sig meðal þeirra bestu í heimi. Hin kornunga Aníta Hinriksdóttir steig sín fyrstu skref á HM fullorðinna þegar hún var nálægt sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins aðfaranótt miðvikudagsins en nú er komið að reynslubolta Íslendinga þegar kemur að því að keppa á stærstu frjálsíþróttamótum heims. Ásdís Hjálmsdóttir hefur ein Íslendinga ekki misst úr stórmót í sjö ár og er núna að fara að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Ásdís missti síðast af stórmóti þegar heimsmeistaramótið fór fram í Ósaka í Japan haustið 2007 en Ásdís glímdi þá við meiðsli. Árið eftir tók hún þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum og hefur síðan verið með á öllum mótum, hvort sem það eru Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíuleikar.Nú er bara að bíða „Síðasta æfingin er búin og ég hef gert allt sem ég gat til að undirbúa mig. Nú hefst jafnframt biðin. Ég varð vitni að lengsta kasti spjótkastara í fjórtán ár í kvöld og það er mikil hvatning. 44 tímar í alvöruna,“ skrifaði Ásdís inn á Fésbókarsíðu sína í gærkvöldi. Ásdís keppir á föstudagskvöldið að staðartíma í Kína en í hádeginu að íslenskum tíma. Úrslitin fara síðan fram daginn eftir. „Nú er kominn tími til að sýna hvað allt erfiðið hefur skilað mér. Ég hef skilað vinnunni og hef aldrei verið í betra formi á ævinni. Ég get ekki beðið eftir að sýna það og sanna á vellinum föstudaginn 28. ágúst,“ skrifaði Ásdís enn fremur á síðuna sína. Bestum árangri hvað sæti varðar náði Ásdís á Evrópumótinu í Barcelona árið 2010 þegar hún náði 10. sætinu. Afrek hennar á Ólympíuleikunum í London tveimur árum seinna stendur þó upp úr þegar hún setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með því að kasta 62,77 metra í undankeppninni en aðeins sjö köstuðu þá lengra en hún. Ásdís náði reyndar ekki að fylgja því alveg eftir í úrslitunum og endaði í 11. sætinu. Ásdís hefur tvisvar komist í úrslit á stórmóti en hún hefur líka þrisvar endað í 13. sæti eða sem fyrsti varamaður inn í úrslitin. Ásdís hefur því þrisvar setið eftir hársbreidd frá því að fá annað tækifæri í úrslitunum, síðast á Evrópumótinu í Zürich í fyrra.Ásdís Hjálmsdóttir.Vísir/GettyNær hún þrennunni? Ásdís á enn eftir að loka þrennunni það er að komast í úrslit á heimsmeistaramóti, en hún hefur bæði komist í úrslit á Evrópumóti sem og á Ólympíuleikum. Til þess að komast í úrslit á morgun þarf Ásdís líklega að kasta 62 metra eða að vera meðal tólf efstu í undankeppninni. Ásdís tryggði sér bæði þátttökurétt á HM í Peking og á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí. Lágmarkið inn á HM var 61 metri og það þurfti að kasta 62 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikum. Það er því vitað að Ásdís mun ná því að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum. Fyrr um sumarið 2016 er Evrópumót í Amsterdam í Hollandi og það er líklegur viðkomustaður í undirbúningi Ásdísar fyrir leikana í Ríó. Fyrst á dagskrá er að reyna við úrslitin á heimsmeistaramótinu í Peking. Lítið gekk upp fyrir sjö árum Þegar Ásdís keppti þar á Ólympíuleikunum fyrir sjö árum þá gekk lítið upp. Fyrstu tvö köstin voru ógild og lokakastið náði ekki yfir 49 metra. Nú mætir hins vegar talsvert reynslumeiri íþróttakona til leiks í Fuglahreiðrið í Peking staðráðin í að gera enn betur en ungi herbergisfélaginn hennar Aníta Hinriksdóttir og halda uppi heiðri Íslands í úrslitunum á laugardaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira