„Þetta er í höndum guðs og ég er tilbúin fyrir hvað sem gerist,“ sagði Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Carter, sem er 90 ára gamall, fór nýverið í aðgerð vegna krabbameins í lifur og hefur það verið fjarlægt.
Þó kom í ljós að krabbameinið hafði dreift sér og fundust fjórir smáir blettir á heila Carter.
Frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið árið 1981 hefur Carter verið mjög virkur við góðgerðarstörf í gegnum samtök sín Carter Center og þar að auki hefur hann kennt í háskóla. Hins vegar segist hann ætla að draga verulega úr störfum sínum í ljósi greiningarinnar og þess að hann mun hefja geislameðferð vegna krabbameinsins nú í kvöld.
Hann sagði þó að nú liði honum vel og að hann myndir fara eftir fyrirmælum lækna sinna. Samkvæmt CNN lést faðir Carter vegna krabbameins í brisi, sem og bróðir hans og tvær systur. Móðir hans fékk brjóstakrabbamein, sem seinna dreifðist í brisið.