Ástand heimsins Böðvar Jónsson skrifar 8. september 2015 11:07 Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun