Fótbolti

KA vann grannaslaginn | Markaveisla í Grindavík

KA vann grannaslaginn með þremur mörkum gegn engu.
KA vann grannaslaginn með þremur mörkum gegn engu. vísir/stefán
Fyrstu deild karla lauk í dag með heilli umferð, en Þróttur tryggði sér síðasta lausa sætið í Pepsi-deildinni. KA vann grannaslaginn á Akureyri.

Það var mikið fjör á Þórsvelli, en þar vann KA 3-0 sigur. Sandor Matus gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik og Sveinn Elías Jónsson einnig í þeim síðari. Ben Everson gerði þriðja mark KA.

Tveir Þórsarar létu skapið hlaupa með sig í gönur og fengu rautt spjald, en KA endar í þriðja sætinu með 41 stig. Þór endar í því fjórða með 38 stig.

Grindavík vann 7-2 sigur á Fram, en Grindavík endar í fimmta sætinu með 36 stig. Fram endar í níunda sæti með 21 stig.

Guðmundur Atli Steinþórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk HK gegn Haukum, en Haukar enda í sjötta sætinu með 34 stig. HK endar í áttunda sætinu með 31 stig.

Fallliðin BÍ/Bolungarvík og Grótta mættust á Ísafirði og þar unnu heimamenn 2-1 sigur með marki Pape Mamadou Faye. Liðin leika í annari deild á næstu leiktíð.

Úrslit og markaskorarar (fengnir frá urslit.net):

Þór - KA 0-3

0-1 Sandor Matus - sjálfsmark (26.), 0-2 Ben Everson (48.), 0-3 Sveinn Elías Jónsson - sjálfsmark (78.).

Rautt spjald: Jóhann Helgi Hannesson - Þór (60.), Jónas Björgvin Sigurbergsson - Þór (79.)

Grindavík - Fram 7-2

0-1 Brynjar Benediktsson (7.), 1-1 Angel Aldeguer (12.), 2-1 Angel Aldeguer (30.), 3-1 Alex Freyr Hilmarsson (35.), 4-1 Magnús Björgvinsson (44.), 5-1 Angel Aldeguer (61.), 5-2 Atli Fannar Jónsson (66.), 6-2 Alex Freyr Hilmarsson (68.), 7-2 Matthías Örn Friðriksson (82.).

HK - Haukar 2-0

1-0 Guðmundur Atli Steinþórsson (11.), 2-0 Jón Gunnar Eysteinsson (70.).

BÍ/Bolungarvík - Grótta 2-1

1-0 Nikulás Jónsson (45.), 1-1 Jóhannes Hilmarsson (55.), 2-1 Pape Mamadou Faye (59.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×