Þingmaðurinn og páfinn
En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu banka- og peningakerfi. Franciscus páfi sagði nýlega að fjármálakreppan sem nú væri við að eiga „ætti rót í djúpri mannlegri kreppu, afneitun mennskunnar“. Og á prenti er eftirfarandi að finna eftir páfa: „Við höfum skapað okkur nýjar fyrirmyndir. Hinn forni gullkálfur er genginn aftur og birtist okkur í nöturlegri tilbeiðslu á fjármagni og alræði þeirrar hagfræði sem býr ekki yfir neinni sýn á mannlegan tilgang.“ Og enn skrifar páfi: „Við þurfum að ráðast í breytingar á fjármálakerfinu samkvæmt því siðferði sem stuðlar að hagsæld fyrir alla. Peningar eiga að þjóna, ekki stjórna.“
Frosti Sigurjónsson myndi eflaust ekki orða hlutina með þessum hætti og kannski hugsa að einhverju leyti á öðrum nótum. Hann styður jú ríkisstjórn sem starfar engan veginn eftir þessari forskrift frá páfanum í Róm.
Svo er Frosti sjálfur reynslumikill bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur hann manna heilastur og af þekkingu og yfirvegun talað fyrir því að fjármálakerfið fari inn á nýjar brautir og að samkeppnin verði í átt að því sem Fransiscus páfi boðar; að það þjóni almenningi en ekki eigendum sínum til þess að skapa þeim arð.
Þess vegna þurfi þjóðin að ráða yfir kjölfestu í fjármálalífinu sem setji þar tóninn og viðmiðin. Ég er ekki í vafa um að viðskiptamódel Frosta myndi ganga upp; ófá vildum við án efa vilja skipta við Landsbankann, gangi tillögur Frosta eftir að sá banki verði alfarið í almannaeign og leggi áherslu á hagkvæm lán og lítinn vaxtamun.
Ýmsir samstarfsmenn Frosta vilja hins vegar selja bankann og hafa hann í stíunni með öllum hinum gullkálfunum.
Þjóðin á enn Landsbankann. Hann færir ríkissjóði yfir 20 milljarða í arð á þessu ári. Ef ég skil Frosta rétt þá vill hann að þessi arður verði minni og skili sér í sanngjarnara og ódýrara bankakerfi sem þjóni fólki en ekki fjármagni.
Ég er honum sammála.
Skoðun
Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar
Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Er heimurinn á leið til helvítis?
Árni Sigurðsson skrifar
Vinnum í lausnum
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir
Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Frelsi til sölu
Anton Guðmundsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði?
Svava Björg Mörk skrifar
Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall?
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar
Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“
Rajan Parrikar skrifar
Dýr eiga skilið samúð og umhyggju
Anna Berg Samúelsdóttir skrifar
Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu
Hópur lækna skrifar
Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni?
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Bjarni Ben í þátíð
Guðmundur Einarsson skrifar
Ísland og stórveldin
Reynir Böðvarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu
Ólafur Stephensen skrifar
Eru skattar og gjöld verðmætasköpun?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar
Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur?
Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar
Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta
Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?
Júlíus Valsson skrifar
Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin
Guðröður Atli Jónsson skrifar
Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað
Svava Björg Mörk skrifar
Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn
Ómar H. Kristmundsson skrifar
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ögn um Vigdísarþætti
Hallgrímur Helgi Helgason skrifar
Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga
Jón Frímann Jónsson skrifar
Að skipta þjóðinni í tvo hópa
Ingólfur Sverrisson skrifar
Ferðaþjónustufólk kemur saman
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar