Íslenski boltinn

Stefán Logi áfram hjá KR til 2017

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Logi og Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, handsala samninginn.
Stefán Logi og Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, handsala samninginn. mynd/kr
Stefán Logi Magnússon skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KR.

Stefán kom til KR fyrir tímabilið 2014 en hann lék áður með liðinu á árunum 2007-09. Stefán lék 19 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem það tapaði 2-0 fyrir Val.

Stefán hefur alls leikið 82 leiki fyrir KR í efstu deild. Hann varð bikarmeistari með Vesturbæjarliðinu 2008 og 2014.

Þetta eru ekki einu góðu fréttirnir sem stuðningsmenn KR hafa fengið því fyrr í dag skrifaði Indriði Sigurðsson undir tveggja ára samning við félagið. Þá gaf Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, það út að framherjinn Gary Martin yrði áfram í herbúðum liðsins.


Tengdar fréttir

Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt

Gary Martin verður áfram í herbúðum KR á næsta tímabili. Þetta staðfesti Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag.

Indriði kominn heim í KR

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn yfirgefur Viking í Noregi og spilar í Pepsi-deildinni næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×