Íslenski boltinn

Reynir tekur við HK

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Reynir við undirskriftina í dag.
Reynir við undirskriftina í dag. Mynd/Heimasíða HK
HK staðfesti rétt í þessu að Reynir Leósson var í dag ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Reynir tekur við liði HK af Þorvaldi Örlygssyni sem tók við Keflavík í gær.

Reynir sem er 36 árs gamall sinnti starfi aðstoðarþjálfara Fylkis á nýafstöðnu tímabili en þetta verður í fyrsta sinn sem hann verður aðalþjálfari í meistaraflokki.

Reynir lék á sínum tíma með ÍA, Fram, Val og Víking á Íslandi en hann lék einnig sem atvinnumaður með sænska félaginu Trelleborg í eitt ár.

HK endaði í 8. sæti 1. deildar á nýafstöðnu tímabili undir stjórn Þorvaldar en félagið komst upp í 1. deild árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×