Bréfið sem borgarráð skrifaði ekki - en hefði átt að skrifa Ívar Halldórsson skrifar 29. október 2015 14:41 Margir voru undrandi á bréfi borgarráðs til Raphael Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi, sem birt var 27. október á visir.is. Rökhugsun er að mínu mati komin á einkennilegt stig þegar þjóð er beðin um að hætta öllu ofbeldi gegn heiftugum og öfgafullum árásarmönnum, sem eru nú með öllum tiltækum ráðum að reyna að útrýma þessari þjóð undir gunnfána heilags stríðs (global jihad). Einnig er óhuggulega sláandi að palestínska stjórnin sé ekki fordæmd, af borgarráði eða öðrum "mannréttindasamtökum" hérlendis, fyrir að hvetja borgara sína til að drepa Gyðinga með hnífum, byssum og eitri. Borgarráð er að mínu mati á hálum ís í afstöðu sinni, því að úr ærandi þögn þess gagnvart ofbeldisöldu Abbas, má greina að því er virðist hljótt samþykki á glæpsamlegu framferði Palestínumanna. Hér er bréfið sem borgarráð lét óskrifað: „Virðulegi forseti Mahmoud Abbas, Þetta er áskorun til þín að stöðva ofbeldið í Ísrael, virða mannréttindi ísraelsku þjóðarinnar, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og hlíta ákvæðum lýðræðisþenkjandi hluta Sameinuðu þjóðanna og öðrum ráðum innan þess, sem styðja sönn mannréttindi. Þá er mikilvægt að undirstrika að palestínska stjórnin er skyldug til að heiðra Genfar sáttmálann sem endurspeglar grunnstoðir alþjóðalaga. Sameinuðu þjóðirnar, sem samanstanda að meirihluta til af forsvarsmönnum þjóða sem ekki búa við lýðræði, hafa gert meiri kröfur til Ísraels en annara þjóða, t.d. Íran, Kína og Sýríu, og sakað hana um þjóðarmorð og tilefnislaust ofbeldi gegn íbúum Gaza og Vesturbakkans, á meðan aðrar þjóðir sem fremja óumdeilda mannréttindaglæpi fá varla, eða bara alls enga áminningu. Þetta er þó gert þrátt fyrir þá staðreynd að Ísraelar eru að nota sinn viðurkennda rétt til að verja sig gegn hryðjuverkastjórn þinni, sem hikar ekki við að fórna íbúum lands þíns með því t.d. að nota þá sem lifandi skildi - og svo notar þú, virðulegi Abbas, fjölmiðla til að koma sök á Ísrael fyrir mannfallið sem þú hefðir hæglega sjálfur getað komið í veg fyrir. Svo þurfum við ekki að fara í grafgötur með að hugtakið "þjóðarmorð" endurspeglar réttilega, samkvæmt stjórnarskrá þinni, opinberan ásetning þinn gagnvart þjóð Gyðinga - en alls ekki ásetning Ísraels gagnvart Palestínu. Ef Ísraelsher hefði hug á að útrýma þjóð þinni, væri hann löngu búinn að því - og tæki það ekki langan tíma eins og þú veist. Ísraelar hafa margsinnis, og aftur nú nýlega, sýnt vilja til að ræða málin og til að reyna að finna sameiginlega lausn á málum ríkjanna tveggja. Þú hefur þó ekki sýnt gagnkvæman vilja - enda hefur þú talað opinberlega gegn tveggja ríkja lausn. Palestínska stjórnin þarf að stöðva allt ofbeldi, þ.m.t. allar hryðjuverkaaðgerðir, sjálfsmorðsárásir, fjölmiðlakúgun, hryðjuverkakennslu í grunnskólum (sem er hreint og klárt brot á vestrænum barnaverndarlögum), mannréttindabrot gegn samkynhneigðum og kynþáttahatur í garð Gyðinga. Ísraelar urðu því miður að reisa umdeildan vegg til að verja íbúa sína gegn árásum hryðjuverkamanna hryðjuverkastjórnar þinnar. Vonandi geta þjóðir ykkar þó byggt upp traust í framtíðinni, að veggurinn megi einhvern daginn niður falla. Við skiljum þó að það getur tekið einhvern tíma. Það skal tekið fram að Ísland viðurkenndi á þingi tilvist Palestínu og sjálfstæði þann 29. nóvember 2011 og er þá gert ráð fyrir að landamærin miðist við vopnahléslínuna eins og hún fyrir sex daga stríðið 1967. En svo lengi sem ógn stafar af stjórn þinni og þú lýsir í hvívetna yfir að þú hyggist tortíma Ísrael er því miður ekki hægt að ætlast til að Ísrael gefi eftir þessi landamæri og stofni þannig saklausum ísraelskum fjölskyldum í bráða lífshættu. Við viljum koma þeirri ósk okkar til skila að þetta langvarandi stríð taki enda og réttur ísraelska fólksins verði virtur. Það yrði sannarlega hið dýrmætasta framlag til heimsins og til heimsfriðar." Undir hefðu upplýstir borgarráðsmenn átt að skrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Margir voru undrandi á bréfi borgarráðs til Raphael Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi, sem birt var 27. október á visir.is. Rökhugsun er að mínu mati komin á einkennilegt stig þegar þjóð er beðin um að hætta öllu ofbeldi gegn heiftugum og öfgafullum árásarmönnum, sem eru nú með öllum tiltækum ráðum að reyna að útrýma þessari þjóð undir gunnfána heilags stríðs (global jihad). Einnig er óhuggulega sláandi að palestínska stjórnin sé ekki fordæmd, af borgarráði eða öðrum "mannréttindasamtökum" hérlendis, fyrir að hvetja borgara sína til að drepa Gyðinga með hnífum, byssum og eitri. Borgarráð er að mínu mati á hálum ís í afstöðu sinni, því að úr ærandi þögn þess gagnvart ofbeldisöldu Abbas, má greina að því er virðist hljótt samþykki á glæpsamlegu framferði Palestínumanna. Hér er bréfið sem borgarráð lét óskrifað: „Virðulegi forseti Mahmoud Abbas, Þetta er áskorun til þín að stöðva ofbeldið í Ísrael, virða mannréttindi ísraelsku þjóðarinnar, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og hlíta ákvæðum lýðræðisþenkjandi hluta Sameinuðu þjóðanna og öðrum ráðum innan þess, sem styðja sönn mannréttindi. Þá er mikilvægt að undirstrika að palestínska stjórnin er skyldug til að heiðra Genfar sáttmálann sem endurspeglar grunnstoðir alþjóðalaga. Sameinuðu þjóðirnar, sem samanstanda að meirihluta til af forsvarsmönnum þjóða sem ekki búa við lýðræði, hafa gert meiri kröfur til Ísraels en annara þjóða, t.d. Íran, Kína og Sýríu, og sakað hana um þjóðarmorð og tilefnislaust ofbeldi gegn íbúum Gaza og Vesturbakkans, á meðan aðrar þjóðir sem fremja óumdeilda mannréttindaglæpi fá varla, eða bara alls enga áminningu. Þetta er þó gert þrátt fyrir þá staðreynd að Ísraelar eru að nota sinn viðurkennda rétt til að verja sig gegn hryðjuverkastjórn þinni, sem hikar ekki við að fórna íbúum lands þíns með því t.d. að nota þá sem lifandi skildi - og svo notar þú, virðulegi Abbas, fjölmiðla til að koma sök á Ísrael fyrir mannfallið sem þú hefðir hæglega sjálfur getað komið í veg fyrir. Svo þurfum við ekki að fara í grafgötur með að hugtakið "þjóðarmorð" endurspeglar réttilega, samkvæmt stjórnarskrá þinni, opinberan ásetning þinn gagnvart þjóð Gyðinga - en alls ekki ásetning Ísraels gagnvart Palestínu. Ef Ísraelsher hefði hug á að útrýma þjóð þinni, væri hann löngu búinn að því - og tæki það ekki langan tíma eins og þú veist. Ísraelar hafa margsinnis, og aftur nú nýlega, sýnt vilja til að ræða málin og til að reyna að finna sameiginlega lausn á málum ríkjanna tveggja. Þú hefur þó ekki sýnt gagnkvæman vilja - enda hefur þú talað opinberlega gegn tveggja ríkja lausn. Palestínska stjórnin þarf að stöðva allt ofbeldi, þ.m.t. allar hryðjuverkaaðgerðir, sjálfsmorðsárásir, fjölmiðlakúgun, hryðjuverkakennslu í grunnskólum (sem er hreint og klárt brot á vestrænum barnaverndarlögum), mannréttindabrot gegn samkynhneigðum og kynþáttahatur í garð Gyðinga. Ísraelar urðu því miður að reisa umdeildan vegg til að verja íbúa sína gegn árásum hryðjuverkamanna hryðjuverkastjórnar þinnar. Vonandi geta þjóðir ykkar þó byggt upp traust í framtíðinni, að veggurinn megi einhvern daginn niður falla. Við skiljum þó að það getur tekið einhvern tíma. Það skal tekið fram að Ísland viðurkenndi á þingi tilvist Palestínu og sjálfstæði þann 29. nóvember 2011 og er þá gert ráð fyrir að landamærin miðist við vopnahléslínuna eins og hún fyrir sex daga stríðið 1967. En svo lengi sem ógn stafar af stjórn þinni og þú lýsir í hvívetna yfir að þú hyggist tortíma Ísrael er því miður ekki hægt að ætlast til að Ísrael gefi eftir þessi landamæri og stofni þannig saklausum ísraelskum fjölskyldum í bráða lífshættu. Við viljum koma þeirri ósk okkar til skila að þetta langvarandi stríð taki enda og réttur ísraelska fólksins verði virtur. Það yrði sannarlega hið dýrmætasta framlag til heimsins og til heimsfriðar." Undir hefðu upplýstir borgarráðsmenn átt að skrifa.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar