Íslenski boltinn

Hanskarnir á hilluna eftir 26 ára feril

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján á æfingu hjá KR þar sem hann var lengst af sínum ferli.
Kristján á æfingu hjá KR þar sem hann var lengst af sínum ferli. vísir/valli
Hinn 44 ára gamli markvörður Kristján Finnbogason er búinn að leggja hanskana á hilluna.

Þetta staðfesti Kristján við fótbolti.net í dag. FH samdi í dag við Gunnar Nielsen og að því gefnu að Róbert Örn Óskarsson framlengi við félagið er liðið komið með tvo sterka markverði.

Ferill Kristjáns er heldur betur glæsilegur en hann varð Íslandsmeistari sjö sinnum og bikarmeistaratitlarnir eru orðnir fimm.

Hann spilað sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1989 og lék því í meistaraflokki í heil 26 ár. Hann lék lengst af með KR en einnig spilaði hann með ÍA, Gróttu, Fylki og FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×