Þegar rökin skortir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. október 2015 07:00 Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun