Íslenski boltinn

Sito: Ég er búinn að semja við Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sito í leik með ÍBV í sumar.
Sito í leik með ÍBV í sumar. Vísir/Andri Marinó
Jose Sito er búinn að semja við Fylki og mun spila með liðinu á næstu leiktíð, ef marka má viðtal sem hefur birst við hann í spænskum fjölmiðli.

Jose Enrique Seoane Vergara, kallaður Sito, kom til ÍBV á miðju tímabili og skoraði sex mörk í ellefu leikjum sínum er Eyjamenn björguðu sæti sínu í Pepsi-deild karla.

Samningur hans við ÍBV rennur út um mánaðamótin en öðrum liðum var heimilt að ræða við hann þann 16. október. Forráðamenn ÍBV halda því hins vegar fram að Fylkismenn hafi rætt fyrr við Sito sem er ólöglegt.

Sjá einnig: ÍBV kærir Fylki | Fylkismenn koma af fjöllum

„Það er verið að vinna kæruna fyrir okkur og það er alveg ljóst að við munum kæra," sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í gær. Hann segist hafa sannanir fyrir því að Fylkir hafi brotið lög KSÍ en forráðamenn Fylkis neita því að hafa haft rangt við.


Tengdar fréttir

Formaður ÍBV: Erum með sannanir í málinu

ÍBV er harðákveðið í því að kæra Fylki fyrir að hafa rætt ólöglega við framherjann Jose Sito. Það sem meira er þá halda Eyjamenn því fram að Fylkir hafi samið við leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×