Íslenski boltinn

Damir áfram í Kópavogi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Damir fagnar með Arnar Grétarssyni, þjálfara sínum, í leik með Breiðabliki í sumar.
Damir fagnar með Arnar Grétarssyni, þjálfara sínum, í leik með Breiðabliki í sumar. Vísir/Anton
Miðvörðurinn Damir Muminovic verður áfram hjá Breiðabliki en hann hefur framlengt samning sinn við félagið til loka tímabilsins 2018. Þetta kemur fram á Blikar.is.

Damir var lykilmaður í vörn Breiðabliks í sumar en liðið fékk á sig aðeins þrettán mörk í 22 deildarleikjum í sumar. Blikar enduðu í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH.

Damir er uppalinn hjá HK en spilaði einnig með Leikni og Víkingi Ólafsvík áður en hann gekk í raðir Blika fyrir tímabilið 2014. Hann á alls að baki 157 deildar- og bikarleiki og ellefu mörk í þeim. Hann skoraði eitt mark í 21 deildarleik með Breiðabliki í sumar.

Þetta eru góð tíðindi fyrir vörn Breiðabliks sem gæti misst þá Kristin Jónsson og Oliver Sigurjónsson í atvinnumennsku í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×