Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gleðigangan 2014 Vísir/Valli Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“ Hinsegin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“
Hinsegin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira