Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gleðigangan 2014 Vísir/Valli Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“ Hinsegin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“
Hinsegin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira