Ísland verði kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 19:34 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Francois Hollande, forseti Frakklands, á Hringborði Norðurslóða á Íslandi á dögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð. Loftslagsmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð.
Loftslagsmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira