Nýting orkulinda Íslands dregur úr gróðurhúsaáhrifum Hörður Arnarson skrifar 8. desember 2015 07:00 Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun