Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 20:07 Lögregla er á staðnum vísir/epa Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira