Putin segir Tyrki hafa ákveðið að „sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2015 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands, á blaðamannafundinum í dag. Visir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan. Donald Trump Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan.
Donald Trump Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira