Dætur Pílatusar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Svo ber til um þessar mundir á Íslandi að veikum börnum fátæks fólks er vísað úr landi. En þess ber að geta að börnin eru útlendingar. Útlendingastofnun hafnaði beiðni um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Í lögum um útlendinga segir í grein 12f að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess. Heilbrigðisástæður falla undir það skv. lagagreininni og sérstaklega ef börn eiga í hlut. Segir þá að hafa skuli það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Til viðbótar er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna orðinn að sérstökum lögum á Íslandi. Í 22. grein samningsins er mælt fyrir um að stjórnvöld tryggi barni sem leitað hefur eftir aðstoð sem flóttamaður viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð og í 24. grein viðurkenna stjórnvöld skyldu sína til þess að tryggja barni bestu aðstöðu til læknisþjónustu. Aðstæður þarf að meta og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gerði það og sagði svo nei, ég get ekki annað. Líklega ná þessi lög ekki til Albana. Undanfarin tvö ár hafa fjölmargir Albanar sótt um hæli en enginn fengið. Ráðherra Ólöf Nordal fer með yfirstjórn mála samkvæmt útlendingalögum. Hún getur sett nánari reglur um heimild útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér á landi, þar á meðal um frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi. Eftir þessum reglum vinnur kærunefnd úrskurðarmála. Þangað geta hælisleitendur skotið máli sínu ef Útlendingastofnun synjar erindi þeirra. Ráðherra ræður því hverjir sitja í úrskurðarnefndinni. Ráðherra ræður líka miklu um þær forsendur og reglur sem nefndin hefur í sínu starfi. Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sagði, með sting í hjarta, um mál albönsku barnanna og fjölskyldna þeirra: Ég hef ekkert vald í málinu. Pílatus þvoði hendur sínar líka. „Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Svo ber til um þessar mundir á Íslandi að veikum börnum fátæks fólks er vísað úr landi. En þess ber að geta að börnin eru útlendingar. Útlendingastofnun hafnaði beiðni um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Í lögum um útlendinga segir í grein 12f að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess. Heilbrigðisástæður falla undir það skv. lagagreininni og sérstaklega ef börn eiga í hlut. Segir þá að hafa skuli það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Til viðbótar er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna orðinn að sérstökum lögum á Íslandi. Í 22. grein samningsins er mælt fyrir um að stjórnvöld tryggi barni sem leitað hefur eftir aðstoð sem flóttamaður viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð og í 24. grein viðurkenna stjórnvöld skyldu sína til þess að tryggja barni bestu aðstöðu til læknisþjónustu. Aðstæður þarf að meta og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gerði það og sagði svo nei, ég get ekki annað. Líklega ná þessi lög ekki til Albana. Undanfarin tvö ár hafa fjölmargir Albanar sótt um hæli en enginn fengið. Ráðherra Ólöf Nordal fer með yfirstjórn mála samkvæmt útlendingalögum. Hún getur sett nánari reglur um heimild útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér á landi, þar á meðal um frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi. Eftir þessum reglum vinnur kærunefnd úrskurðarmála. Þangað geta hælisleitendur skotið máli sínu ef Útlendingastofnun synjar erindi þeirra. Ráðherra ræður því hverjir sitja í úrskurðarnefndinni. Ráðherra ræður líka miklu um þær forsendur og reglur sem nefndin hefur í sínu starfi. Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sagði, með sting í hjarta, um mál albönsku barnanna og fjölskyldna þeirra: Ég hef ekkert vald í málinu. Pílatus þvoði hendur sínar líka. „Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns!“
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar