Dætur Pílatusar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Svo ber til um þessar mundir á Íslandi að veikum börnum fátæks fólks er vísað úr landi. En þess ber að geta að börnin eru útlendingar. Útlendingastofnun hafnaði beiðni um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Í lögum um útlendinga segir í grein 12f að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess. Heilbrigðisástæður falla undir það skv. lagagreininni og sérstaklega ef börn eiga í hlut. Segir þá að hafa skuli það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Til viðbótar er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna orðinn að sérstökum lögum á Íslandi. Í 22. grein samningsins er mælt fyrir um að stjórnvöld tryggi barni sem leitað hefur eftir aðstoð sem flóttamaður viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð og í 24. grein viðurkenna stjórnvöld skyldu sína til þess að tryggja barni bestu aðstöðu til læknisþjónustu. Aðstæður þarf að meta og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gerði það og sagði svo nei, ég get ekki annað. Líklega ná þessi lög ekki til Albana. Undanfarin tvö ár hafa fjölmargir Albanar sótt um hæli en enginn fengið. Ráðherra Ólöf Nordal fer með yfirstjórn mála samkvæmt útlendingalögum. Hún getur sett nánari reglur um heimild útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér á landi, þar á meðal um frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi. Eftir þessum reglum vinnur kærunefnd úrskurðarmála. Þangað geta hælisleitendur skotið máli sínu ef Útlendingastofnun synjar erindi þeirra. Ráðherra ræður því hverjir sitja í úrskurðarnefndinni. Ráðherra ræður líka miklu um þær forsendur og reglur sem nefndin hefur í sínu starfi. Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sagði, með sting í hjarta, um mál albönsku barnanna og fjölskyldna þeirra: Ég hef ekkert vald í málinu. Pílatus þvoði hendur sínar líka. „Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Svo ber til um þessar mundir á Íslandi að veikum börnum fátæks fólks er vísað úr landi. En þess ber að geta að börnin eru útlendingar. Útlendingastofnun hafnaði beiðni um dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Í lögum um útlendinga segir í grein 12f að heimilt sé að veita útlendingi dvalarleyfi ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess. Heilbrigðisástæður falla undir það skv. lagagreininni og sérstaklega ef börn eiga í hlut. Segir þá að hafa skuli það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Til viðbótar er barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna orðinn að sérstökum lögum á Íslandi. Í 22. grein samningsins er mælt fyrir um að stjórnvöld tryggi barni sem leitað hefur eftir aðstoð sem flóttamaður viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð og í 24. grein viðurkenna stjórnvöld skyldu sína til þess að tryggja barni bestu aðstöðu til læknisþjónustu. Aðstæður þarf að meta og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, gerði það og sagði svo nei, ég get ekki annað. Líklega ná þessi lög ekki til Albana. Undanfarin tvö ár hafa fjölmargir Albanar sótt um hæli en enginn fengið. Ráðherra Ólöf Nordal fer með yfirstjórn mála samkvæmt útlendingalögum. Hún getur sett nánari reglur um heimild útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér á landi, þar á meðal um frekari skilyrði fyrir dvalar- og búsetuleyfi. Eftir þessum reglum vinnur kærunefnd úrskurðarmála. Þangað geta hælisleitendur skotið máli sínu ef Útlendingastofnun synjar erindi þeirra. Ráðherra ræður því hverjir sitja í úrskurðarnefndinni. Ráðherra ræður líka miklu um þær forsendur og reglur sem nefndin hefur í sínu starfi. Innanríkisráðherra Ólöf Nordal sagði, með sting í hjarta, um mál albönsku barnanna og fjölskyldna þeirra: Ég hef ekkert vald í málinu. Pílatus þvoði hendur sínar líka. „Nú sér Pílatus, að hann fær ekki að gjört, en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns!“
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun