Körfubolti

Jón Arnór og félagar með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór og félagar eru óstöðvandi.
Jón Arnór og félagar eru óstöðvandi. mynd/facebook-síða valencia
Jón Arnór Stefánsson hafði hægt um sig þegar Valencia vann 16 stiga sigur, 100-84, á Montakit Fuenlabrada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Jón Arnór skoraði þrjú stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði Valencia sem hefur unnið alla 10 deildarleiki sína í vetur.

Valencia situr á toppi spænsku deildarinnar en Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir en bæði lið hafa unnið átta leiki og tapað einum. Barcelona og Real Madrid spila bæði á morgun.

Jón Arnór gekk til liðs við Valencia eftir EuroBasket og mun leika með liðinu út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×