69 blaðamenn létu lífið við störf á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 11:53 Tólf manns létu lífið í árásinni á Charlie Hebdo og þar af átta, sem skilgreindir eru sem blaða- eða fréttamenn. Vísir/EPA Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu. Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Alls hafa 69 blaða- og fréttamenn látið lífið við störf sín á árinu. Af þeim voru 28 myrtir af vígahópum eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda og var Sýrland hættulegasta landið fyrir blaðamenn. Alls dóu 13 blaðamenn í Sýrlandi, sem er þó lægra en á fyrri árum borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Þetta kemur fram í samantekt samtakanna Committee to Protect Journalists. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að blaðamenn sem starfi á svæðum þar sem íslamistar séu virkir séu greinilega í meiri hættu en aðrir. Erfitt sé að halda utan um dauðsföll á slíkum svæðum og þá sérstaklega í Írak. Samtökin segjast hafa fengið fregnir af morðum á tugum blaðamanna í Írak, sem ekki var hægt að sannreyna þar sem þau eiga að hafa átt sér stað á yfirráðasvæði ISIS. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja að 67 blaðamenn hafi látið lífið við störf sín, en þeir gáfu einnig út skýrslu í dag. Þeir segja að alls hafi 110 blaðamenn látið lífið á árinu. Frakkland er í öðru sæti hjá CPJ yfir þau lönd sem reyndust blaðamönnum hættulegust og er það vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar. Þá myrtu vígamenn al-Qaeda átta starfsmenn tímaritsins sem teljast sem blaðamenn en alls létust tólf í árásinni.Sjá einnig: Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Þá eru þau Alison Parker og Adam Ward einnig á meðal þeirra 69, en þau voru skotin til bana í beinni útsendingu í Virginíu í ágúst.Sjá einnig: Tveir í sjónvarpsteymi skotnir til bana í beinni útsendingu Þá hafa rithöfundar og útgefendur í Bangladess verið skotmörk öfgamanna á árinu. Fjórir rithöfundar og útgefandi voru myrtir með sveðjum á árinu og fleiri særðir. Frá því að CPJ hóf að halda utan um morð á blaðamönnum árið 1992, hafa 1175 blaðamenn látið lífið vegna starfa sinna. Langflestir þeirra fjalla um stjórnmál og hernað. Flestir hafa látið lífið í Írak eða 171, 92 í Sýrlandi, 77 í Filippseyjum, 60 í Alsír, 59 í Sómalíu, 57 í Pakistan, 56 í Rússlandi, 47 í Kólumbíu og 37 í Indlandi og Brasilíu.
Charlie Hebdo Mið-Austurlönd Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira