Jólahugvekja Matthíasar Jochumssonar Bridget Ýr McEvoy og Böðvar Jónsson skrifar 24. desember 2015 15:37 Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“. Á þessum árum var séra Matthías heillaður af algengum heimspekiviðhorfum þeirra tíma. Hann hafði mikinn áhuga á kenningum únítara, spíritista sem og fleiri kenningum en samhliða því var hann einlægur í sinni kristnu trú. Í bók Þórunnar Valdimarsdóttur „Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumssonar“ segir hún um Matthías: „Hann fékk þjóðina til að íhuga trúarbrögð, skáldskap annarra þjóða og bókmenntir og sögu Íslands; lagði áherslu á frelsi, framfarir, gleði, víðsýni, samúð, samstöðu, þolgæði gagnvart dauðanum - og trú“. (bls 520). Það var þessi víðsýni sem varð til þess að Matthías deildi með öðrum leit sinni að uppsprettu friðar og trúar. Í áðurnefndri aðfangadagsgrein áræðir hann að koma með nýja sýn og óvenjulegt efni, þegar hann vísar til messíasar Persa, „síðasta friðarboðans“ úr austri: Jeg vil ... minna með fáeinum dráttum á tvo hina síðustu friðarboða, sem báðir hafa á vorum dögum hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap englanna, en fáir viljað heyra. Annar þessara spámanna var Leo Tolstoj, og við hans erindi könnumst vjer allir. Enn hinn er hinn mikli spámaður, Persinn Husein Ali, stofnari hins merkilega trúflokks, er kallast Behaismi, en sjálfan hann kalla lærisveinar hans Beha Allah eða Ljómann frá guði. Matthías heldur áfram að lýsa Bahá’u’lláh höfundi bahá’í trúarinnar og kenningum hans og vísar síðan í orð austurlandafræðingsins Edwards G. Brown sem var eini vesturlandamaðurinn sem hitti Bahá’u’lláh: Aldrei hefi jeg sjeð tignari mann, mjer lá við að falla fram fyrir honum; hann virtist óðara sjá mig í gegn um sálina, augun leiftruðu af afli og andagift, en hrafnsvart hárið og skeggið hrundi niður að beltisstað. Heilög blíða og friður skein af ásjónu hans. Hvers vegna Matthías valdi að deila þessari heimsspeki og kenningum á þessum tímapunkti er áhugavert en líklega spurning sem við fáum ekki svarað. Þetta var tími breytinga, Evrópa var í stríði, konur á Íslandi fengu kosningarétt – sem hann var mjög stoltur af. Breytingar voru að eiga sér stað innan Þjóðkirkjunnar – sem hann nefndi siðbót. Hann gæti hafa séð í þessum nýju kenningum lausn á þjáningum svo margra á þeim tíma, bæði í Evrópu og heima fyrir. Honum var greinilega ljós þörfin fyrir eitthvað sem gæti komið til leiðar siðbótinni sem hann talaði um bæði innan og utan kirkjunnar. Hann lét síðan fylgja nokkrar málsgreinar eftir Husein Ali (Bahá’u’lláh) ýmist beinar tilvísanir eða umorðaðar af honum sjálfum. Í þeim fólst áskorun til ráðamanna og leiðtoga heimsins: Hvorki Kristindómur eða Muhamedstrú hefir megnað að færa jörðinni frið. Hann sendi umboðserindi öllum helstu konungum og bannaði þeim að fara með ófrið hver gegn öðrum, bauð þeim að láta gerðardóma skera úr öllum ágreiningsmálum. Sjerstaklega fyrirbauð Ali ófrið og ofsóknir í trúarmálum. „Friður fæst ekki“ sagði hann, „nema fyrir ljós einingar, samúðar og kærleika.“ Hann skoraði á alla trúarflokka að hætta ofstæki, hatri og ofsóknum. „Það er eldur, sem ætlar að eyða mannkyninu.“ „Forðist fyrst af öllu fáviskuna.“ Við alla þjóðhöfðingja var hans viðkvæði: „Látið rjettvísina vera yðar her til varnar og sóknar og vitið yðar vopnaburð.“ „Þegar sá tími kemur,“ segir einn lærisveina hans, „að mentaðar þjóðir kynnast þeim ljóðum og lífsreglum, þá munu allir vitrir menn sjá og finna, að þar eru heilsulyfin, sem fyrst megna að græða hinn sjúka líkama veraldarinnar. Fyrir kenningar hans og boðorð mun friðurinn loksins fást og grundvallast á þessari jörð, auðlegð og erfiði ná sáttum, úlfurinn og lambið saman búa, allir kynflokkar renna saman, mannkynið tala og rita eitt allsherjarmál, og þjóðirnar hætta að elska einungis ættjörð sína, heldur skoða allan heiminn sem allra fósturland.“ Matthías endaði greinina á eftirfarandi orðum: Ali gerði engin kraftaverk, en svo forspár var hann, að hann þótti fyrir sjá örlög hvers manns, er hann vildi, og eru spádómar hans um afdrif konunga og stjórnarstórræða alkunnir; þannig sá hann fyrir örlög Napoleons þriðja, ófarir Frakka, og örlög Tyrkja, sem nú eru fram komin o. m. fl. En þótt hvorki kristnír kennimenn eða austurlenskir þyrðu að fylgja honum, er mælt að ótalmargir hinir vitrustu skoði hann sem guðmann og skoði kenningar hans sem ljós komandi tíma. „Sá dagur kemur,“ segir Brown prófessor, „að fánar allra trúarbragða hnegja sig fyrir hans, og jólasöngurinn frá fæðingu Jesú verður sunginn með nýjum fögnuði og eilífum trúarkrafti.“ M.J. Það er áhugavert og reyndar umhugsunarvert að þær kenningar sem séra Matthías valdi að kynna fyrir hundrað árum eiga ekki síður við í dag. Heimurinn þjáist og er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir nýja nálgun. Kannski var Matthías að koma fram með eitthvað sem við eigum enn ólært. Grein séra Matthíasar Jochumssonar er hægt að lesa hér: http://www.bahai.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“. Á þessum árum var séra Matthías heillaður af algengum heimspekiviðhorfum þeirra tíma. Hann hafði mikinn áhuga á kenningum únítara, spíritista sem og fleiri kenningum en samhliða því var hann einlægur í sinni kristnu trú. Í bók Þórunnar Valdimarsdóttur „Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumssonar“ segir hún um Matthías: „Hann fékk þjóðina til að íhuga trúarbrögð, skáldskap annarra þjóða og bókmenntir og sögu Íslands; lagði áherslu á frelsi, framfarir, gleði, víðsýni, samúð, samstöðu, þolgæði gagnvart dauðanum - og trú“. (bls 520). Það var þessi víðsýni sem varð til þess að Matthías deildi með öðrum leit sinni að uppsprettu friðar og trúar. Í áðurnefndri aðfangadagsgrein áræðir hann að koma með nýja sýn og óvenjulegt efni, þegar hann vísar til messíasar Persa, „síðasta friðarboðans“ úr austri: Jeg vil ... minna með fáeinum dráttum á tvo hina síðustu friðarboða, sem báðir hafa á vorum dögum hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap englanna, en fáir viljað heyra. Annar þessara spámanna var Leo Tolstoj, og við hans erindi könnumst vjer allir. Enn hinn er hinn mikli spámaður, Persinn Husein Ali, stofnari hins merkilega trúflokks, er kallast Behaismi, en sjálfan hann kalla lærisveinar hans Beha Allah eða Ljómann frá guði. Matthías heldur áfram að lýsa Bahá’u’lláh höfundi bahá’í trúarinnar og kenningum hans og vísar síðan í orð austurlandafræðingsins Edwards G. Brown sem var eini vesturlandamaðurinn sem hitti Bahá’u’lláh: Aldrei hefi jeg sjeð tignari mann, mjer lá við að falla fram fyrir honum; hann virtist óðara sjá mig í gegn um sálina, augun leiftruðu af afli og andagift, en hrafnsvart hárið og skeggið hrundi niður að beltisstað. Heilög blíða og friður skein af ásjónu hans. Hvers vegna Matthías valdi að deila þessari heimsspeki og kenningum á þessum tímapunkti er áhugavert en líklega spurning sem við fáum ekki svarað. Þetta var tími breytinga, Evrópa var í stríði, konur á Íslandi fengu kosningarétt – sem hann var mjög stoltur af. Breytingar voru að eiga sér stað innan Þjóðkirkjunnar – sem hann nefndi siðbót. Hann gæti hafa séð í þessum nýju kenningum lausn á þjáningum svo margra á þeim tíma, bæði í Evrópu og heima fyrir. Honum var greinilega ljós þörfin fyrir eitthvað sem gæti komið til leiðar siðbótinni sem hann talaði um bæði innan og utan kirkjunnar. Hann lét síðan fylgja nokkrar málsgreinar eftir Husein Ali (Bahá’u’lláh) ýmist beinar tilvísanir eða umorðaðar af honum sjálfum. Í þeim fólst áskorun til ráðamanna og leiðtoga heimsins: Hvorki Kristindómur eða Muhamedstrú hefir megnað að færa jörðinni frið. Hann sendi umboðserindi öllum helstu konungum og bannaði þeim að fara með ófrið hver gegn öðrum, bauð þeim að láta gerðardóma skera úr öllum ágreiningsmálum. Sjerstaklega fyrirbauð Ali ófrið og ofsóknir í trúarmálum. „Friður fæst ekki“ sagði hann, „nema fyrir ljós einingar, samúðar og kærleika.“ Hann skoraði á alla trúarflokka að hætta ofstæki, hatri og ofsóknum. „Það er eldur, sem ætlar að eyða mannkyninu.“ „Forðist fyrst af öllu fáviskuna.“ Við alla þjóðhöfðingja var hans viðkvæði: „Látið rjettvísina vera yðar her til varnar og sóknar og vitið yðar vopnaburð.“ „Þegar sá tími kemur,“ segir einn lærisveina hans, „að mentaðar þjóðir kynnast þeim ljóðum og lífsreglum, þá munu allir vitrir menn sjá og finna, að þar eru heilsulyfin, sem fyrst megna að græða hinn sjúka líkama veraldarinnar. Fyrir kenningar hans og boðorð mun friðurinn loksins fást og grundvallast á þessari jörð, auðlegð og erfiði ná sáttum, úlfurinn og lambið saman búa, allir kynflokkar renna saman, mannkynið tala og rita eitt allsherjarmál, og þjóðirnar hætta að elska einungis ættjörð sína, heldur skoða allan heiminn sem allra fósturland.“ Matthías endaði greinina á eftirfarandi orðum: Ali gerði engin kraftaverk, en svo forspár var hann, að hann þótti fyrir sjá örlög hvers manns, er hann vildi, og eru spádómar hans um afdrif konunga og stjórnarstórræða alkunnir; þannig sá hann fyrir örlög Napoleons þriðja, ófarir Frakka, og örlög Tyrkja, sem nú eru fram komin o. m. fl. En þótt hvorki kristnír kennimenn eða austurlenskir þyrðu að fylgja honum, er mælt að ótalmargir hinir vitrustu skoði hann sem guðmann og skoði kenningar hans sem ljós komandi tíma. „Sá dagur kemur,“ segir Brown prófessor, „að fánar allra trúarbragða hnegja sig fyrir hans, og jólasöngurinn frá fæðingu Jesú verður sunginn með nýjum fögnuði og eilífum trúarkrafti.“ M.J. Það er áhugavert og reyndar umhugsunarvert að þær kenningar sem séra Matthías valdi að kynna fyrir hundrað árum eiga ekki síður við í dag. Heimurinn þjáist og er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir nýja nálgun. Kannski var Matthías að koma fram með eitthvað sem við eigum enn ólært. Grein séra Matthíasar Jochumssonar er hægt að lesa hér: http://www.bahai.is/
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun