Áramótafagnaði í Brussel aflýst af ótta við hryðjuverk Bjarki Ármannsson skrifar 30. desember 2015 22:29 Mikill viðbúnaður hefur verið í Belgíu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember. Vísir/EPA Flugeldasýningu og hátíðarhöldum í tilefni áramótanna hefur verið aflýst í Brussel, höfuðborg Belgíu, vegna gruns um að hryðjuverkamenn hefðu nýtt sér tækifærið og gert árás. Lögregla í Belgíu handtók tvo fyrr í vikunni sem grunaðir voru um að skipuleggja hryðjuverkaárásir um hátíðarnar. Mikill viðbúnaður hefur verið í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 létu lífið en nokkrir Belgar eru meðal þeirra sem grunaðir eru um aðild að árásunum. Meðal þeirra er Adbelhamid Abaaoud, sem talinn er höfuðpaurinn. Í samtali við belgísku ríkisfréttaveituna segir borgarstjóri Brussel að ákvörðun um að aflýsa hátíðahöldunum annað kvöld hafi verið tekin í samráði við innanríkisráðherra landsins. Ekki sé unnt að tryggja öryggi allra í svo miklu margmenni en í fyrra komu um hundrað þúsund manns saman í borginni til að fagna áramótunum. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, segir jafnframt að ákvörðunin sé byggð á ákveðnum upplýsingum sem yfirvöldum hafi borist. Brussel var í síðasta mánuði nær lokað að fullu í fjóra daga vegna gruns um að hryðjuverkaárás í líkingu við þær sem áttu sér stað í París væri í vændum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Níu menn grunaðir um aðild að árásunum í París Lögregluyfirvöld í Belgíu hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásunum í París þann 13. nóvember síðastliðinn. 24. desember 2015 12:53 Frakkland: Hafa komið í veg fyrir tíu hryðjuverkaárásir á árinu Frönsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir að hryðjuverkaárás var gerð gegn lögreglu- og hermönnum nærri borginni Orleans. 22. desember 2015 23:15 Tveir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Brussel Belgíska lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja árásir í Brussel á gamlársdag. 29. desember 2015 07:57 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Flugeldasýningu og hátíðarhöldum í tilefni áramótanna hefur verið aflýst í Brussel, höfuðborg Belgíu, vegna gruns um að hryðjuverkamenn hefðu nýtt sér tækifærið og gert árás. Lögregla í Belgíu handtók tvo fyrr í vikunni sem grunaðir voru um að skipuleggja hryðjuverkaárásir um hátíðarnar. Mikill viðbúnaður hefur verið í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember þar sem 130 létu lífið en nokkrir Belgar eru meðal þeirra sem grunaðir eru um aðild að árásunum. Meðal þeirra er Adbelhamid Abaaoud, sem talinn er höfuðpaurinn. Í samtali við belgísku ríkisfréttaveituna segir borgarstjóri Brussel að ákvörðun um að aflýsa hátíðahöldunum annað kvöld hafi verið tekin í samráði við innanríkisráðherra landsins. Ekki sé unnt að tryggja öryggi allra í svo miklu margmenni en í fyrra komu um hundrað þúsund manns saman í borginni til að fagna áramótunum. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, segir jafnframt að ákvörðunin sé byggð á ákveðnum upplýsingum sem yfirvöldum hafi borist. Brussel var í síðasta mánuði nær lokað að fullu í fjóra daga vegna gruns um að hryðjuverkaárás í líkingu við þær sem áttu sér stað í París væri í vændum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Níu menn grunaðir um aðild að árásunum í París Lögregluyfirvöld í Belgíu hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásunum í París þann 13. nóvember síðastliðinn. 24. desember 2015 12:53 Frakkland: Hafa komið í veg fyrir tíu hryðjuverkaárásir á árinu Frönsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir að hryðjuverkaárás var gerð gegn lögreglu- og hermönnum nærri borginni Orleans. 22. desember 2015 23:15 Tveir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Brussel Belgíska lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja árásir í Brussel á gamlársdag. 29. desember 2015 07:57 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Níu menn grunaðir um aðild að árásunum í París Lögregluyfirvöld í Belgíu hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásunum í París þann 13. nóvember síðastliðinn. 24. desember 2015 12:53
Frakkland: Hafa komið í veg fyrir tíu hryðjuverkaárásir á árinu Frönsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir að hryðjuverkaárás var gerð gegn lögreglu- og hermönnum nærri borginni Orleans. 22. desember 2015 23:15
Tveir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Brussel Belgíska lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja árásir í Brussel á gamlársdag. 29. desember 2015 07:57