Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. Fyrst skal það tekið fram að um margt eru reglurnar sem tóku gildi nú um áramót mikið framfaraskref. Með þeim er gerð tilraun til að þeir sem þurfa á ferðaþjónustunni að halda geti verið virkari þátttakendur í ýmsum félagslegum athöfnum. Það að geta pantað ferðaþjónustu með 2 tíma fyrirvara í stað sólarhrings áður er mjög mikilvægt framfaraspor. Fleiri atriði í umræddum reglum eru til framfara, m.a. að það skuli vera gert ráð fyrir reglubundnu samstarfi við hagsmunasamtök notenda. Eftir sem áður er í umræddum reglum atriði sem vinnur gegn tilgangi þessarar þjónustu og setur réttarbótina í uppnám. Það er ákvæðið um fjölda ferða og verðlagningu á ferðum eftir að notaðar hafa verið 60 ferðir á mánuði. Í nýlegri úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er spurt hvort ferðaþjónusta hamlaði félagslegri þátttöku fólks í tómstundum. Um 15 prósent aðspurðra töldu svo vera. Einnig var spurt hvort fjárhagsaðstæður hindruðu fólk í félagslegri þátttöku og þá kom í ljós að á milli 28-32 prósent svarenda töldu svo vera. Tilgangur ferðaþjónustunnar er sá að auðvelda fötluðu fólki samfélagsþátttöku og gera það jafnsett öðrum íbúum borgarinnar. Mikil notkun á ferðaþjónustu er merki þess að einstaklingurinn fer víða um sitt samfélag í mörgum og mismunandi erindagjörðum, til að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda eins og kveðið er á um í 35. grein laga um málefni fatlaðs fólks að sé tilgangur ferðaþjónustunnar. Ferðirnar sjálfar eru ekki markmið heldur afleiðing af félagslegri virkni. Nýlegar reglur Reykjavíkurborgar verður að skoða í þessu ljósi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 20. grein, er þetta orðað svo: „Aðildarríkin skulu gera skilvirkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því: a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Í áðurnefndum samningi viðurkenna þjóðríkin, þ.m.t. Ísland, gildi þess að fatlað fólk sé sjálfráða og að sjálfsstæði þess sé meðal annars fólgið í því að geta ferðast um sitt samfélag gegn viðráðanlegu gjaldi. Það að takmarka ódýrar ferðir ferðaþjónustunnar við 60 ferðir á mánuði og innheimta 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram það er aðför að öllum þessum gildum og skuldbindingum. Vonandi er ákvörðun velferðarsviðs byggð á misskilningi, en ekki á þeirri forræðishyggju að vilja ákveða að fatlað fólk hafi ekkert að gera með það að þeysast um allan bæ á kostnað borgaranna. Jafnræði í almenningssamgöngum Landssamtökin Þroskahjálp óskuðu eftir því við einn viðskiptavin ferðaþjónustunnar að hann gæfi okkur innsýn í notkun sína og kostnað vegna þeirra viðskipta. Um er að ræða unga manneskju sem notar rafmagnshjólastól og á engan annan valkost en að nota ferðaþjónustu vegna allra sinna ferða. Viðkomandi er bæði í íþróttum og stundar símenntun auk þess að taka þátt í öðru félagslífi. Fastar ferðir hjá þessari manneskju voru 82 á mánuði. 40 ferðir voru vegna atvinnu 5 daga vikunnar, 8 ferðir í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, 16 ferðir vegna íþróttaæfinga tvisvar í viku, 8 ferðir vegna fullorðinsfræðslu einu sinni í viku og 10 ferðir á mánuði voru vegna þátttöku í föstu félagsstarfi. Þá eru ekki taldar ferðir vegna sérverkefnis sem viðkomandi tekur þátt í, læknisferða, heimsókna til ættingja og vina, verslunarferða og annarra athafna sem eðlilegt er að fólk þurfi að sinna. Á árinu 2014 greiddi þessi einstaklingur kr. 135.000 krónur í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri gjaldskrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b 410.000 krónur á ári og það að fara tvisvar á dag fram og til baka með ferðaþjónustu fatlaðs fólks kosta 75.900 krónur á mánuði eða 910.000 á ári. Og samkvæmt reglunum væri ekki heldur heimilt að fara svo oft með ferðaþjónustunni. Til samanburðar þá kostar árskort í strætisvagna nú 70.900 sem veitir heimild til ótakmarkaðs aksturs. Þarna er mismunur sem er tilkominn vegna fötlunar upp á 839.100 krónur. Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp teljum að allir geti verið sammála um að þarna sé um mistök að ræða sem þarf að leiðrétta. Við höfum bent á að það sé skynsamlegast að hafa engin takmörk á því hversu mikið fólk noti ferðaþjónustu og full ástæða sé til að taka upp í ferðaþjónustu fatlaðra árskort eins og í almenningssamgöngum. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að ýta undir og efla félagslega þátttöku fatlaðs fólks. Reglur um fjölda ferða og óhófleg verðlagning vinnur gegn þeim tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. Fyrst skal það tekið fram að um margt eru reglurnar sem tóku gildi nú um áramót mikið framfaraskref. Með þeim er gerð tilraun til að þeir sem þurfa á ferðaþjónustunni að halda geti verið virkari þátttakendur í ýmsum félagslegum athöfnum. Það að geta pantað ferðaþjónustu með 2 tíma fyrirvara í stað sólarhrings áður er mjög mikilvægt framfaraspor. Fleiri atriði í umræddum reglum eru til framfara, m.a. að það skuli vera gert ráð fyrir reglubundnu samstarfi við hagsmunasamtök notenda. Eftir sem áður er í umræddum reglum atriði sem vinnur gegn tilgangi þessarar þjónustu og setur réttarbótina í uppnám. Það er ákvæðið um fjölda ferða og verðlagningu á ferðum eftir að notaðar hafa verið 60 ferðir á mánuði. Í nýlegri úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er spurt hvort ferðaþjónusta hamlaði félagslegri þátttöku fólks í tómstundum. Um 15 prósent aðspurðra töldu svo vera. Einnig var spurt hvort fjárhagsaðstæður hindruðu fólk í félagslegri þátttöku og þá kom í ljós að á milli 28-32 prósent svarenda töldu svo vera. Tilgangur ferðaþjónustunnar er sá að auðvelda fötluðu fólki samfélagsþátttöku og gera það jafnsett öðrum íbúum borgarinnar. Mikil notkun á ferðaþjónustu er merki þess að einstaklingurinn fer víða um sitt samfélag í mörgum og mismunandi erindagjörðum, til að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda eins og kveðið er á um í 35. grein laga um málefni fatlaðs fólks að sé tilgangur ferðaþjónustunnar. Ferðirnar sjálfar eru ekki markmið heldur afleiðing af félagslegri virkni. Nýlegar reglur Reykjavíkurborgar verður að skoða í þessu ljósi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 20. grein, er þetta orðað svo: „Aðildarríkin skulu gera skilvirkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því: a) að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi.“ Í áðurnefndum samningi viðurkenna þjóðríkin, þ.m.t. Ísland, gildi þess að fatlað fólk sé sjálfráða og að sjálfsstæði þess sé meðal annars fólgið í því að geta ferðast um sitt samfélag gegn viðráðanlegu gjaldi. Það að takmarka ódýrar ferðir ferðaþjónustunnar við 60 ferðir á mánuði og innheimta 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram það er aðför að öllum þessum gildum og skuldbindingum. Vonandi er ákvörðun velferðarsviðs byggð á misskilningi, en ekki á þeirri forræðishyggju að vilja ákveða að fatlað fólk hafi ekkert að gera með það að þeysast um allan bæ á kostnað borgaranna. Jafnræði í almenningssamgöngum Landssamtökin Þroskahjálp óskuðu eftir því við einn viðskiptavin ferðaþjónustunnar að hann gæfi okkur innsýn í notkun sína og kostnað vegna þeirra viðskipta. Um er að ræða unga manneskju sem notar rafmagnshjólastól og á engan annan valkost en að nota ferðaþjónustu vegna allra sinna ferða. Viðkomandi er bæði í íþróttum og stundar símenntun auk þess að taka þátt í öðru félagslífi. Fastar ferðir hjá þessari manneskju voru 82 á mánuði. 40 ferðir voru vegna atvinnu 5 daga vikunnar, 8 ferðir í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, 16 ferðir vegna íþróttaæfinga tvisvar í viku, 8 ferðir vegna fullorðinsfræðslu einu sinni í viku og 10 ferðir á mánuði voru vegna þátttöku í föstu félagsstarfi. Þá eru ekki taldar ferðir vegna sérverkefnis sem viðkomandi tekur þátt í, læknisferða, heimsókna til ættingja og vina, verslunarferða og annarra athafna sem eðlilegt er að fólk þurfi að sinna. Á árinu 2014 greiddi þessi einstaklingur kr. 135.000 krónur í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri gjaldskrá myndu föstu ferðirnar hennar 82 kosta hana u.þ.b 410.000 krónur á ári og það að fara tvisvar á dag fram og til baka með ferðaþjónustu fatlaðs fólks kosta 75.900 krónur á mánuði eða 910.000 á ári. Og samkvæmt reglunum væri ekki heldur heimilt að fara svo oft með ferðaþjónustunni. Til samanburðar þá kostar árskort í strætisvagna nú 70.900 sem veitir heimild til ótakmarkaðs aksturs. Þarna er mismunur sem er tilkominn vegna fötlunar upp á 839.100 krónur. Við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp teljum að allir geti verið sammála um að þarna sé um mistök að ræða sem þarf að leiðrétta. Við höfum bent á að það sé skynsamlegast að hafa engin takmörk á því hversu mikið fólk noti ferðaþjónustu og full ástæða sé til að taka upp í ferðaþjónustu fatlaðra árskort eins og í almenningssamgöngum. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks gegnir mikilvægu hlutverki við að ýta undir og efla félagslega þátttöku fatlaðs fólks. Reglur um fjölda ferða og óhófleg verðlagning vinnur gegn þeim tilgangi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun