Fórnarlömb Dyflinnarkerfisins Toshiki Toma skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með málum nokkurra einstaklinga frá Afríku sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Mál hvers og eins er sjálfstætt og einstakt en samt eru nokkur atriði sem þau eiga sameiginleg. Annars vegar sóttu allir um hæli áður í öðru Evrópulandi og hins vegar hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim á brott eftir tveggja eða þriggja ára dvöl á Íslandi. Einn þeirra er nú þegar búinn að fá dóm frá héraðsdómi sér í óhag. Dómstólum ber að fara eftir núgildandi lögum og ég hef svo sem ekkert um það að segja. En ég hef mikið að segja um Dyflinnarkerfið sjálft en að mínu mati hefur það allt of marga og veigamikla galla og virkar ekki lengur eins og það ætti að gera. Grikkland og Ítalía geta þar af leiðandi ekki sinnt þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem þar eru. Í Noregi og Svíþjóð er kerfið að verða erfiðara fyrir flóttamenn af pólitískum ástæðum. Noregur er núna að senda flóttafólk aftur til heimalands síns þar sem það á á hættu að verða ofsótt en það er bersýnilega brot á grunnreglunni um „non-refoulement“ sem alþjóðlegi sáttmálinn um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 kveður á um.Á borði þingmanna Dyflinnarkerfið hvetur aðildarríki til að vanda til verka og fjalla um hælisumsóknir af sanngirni og vandvirkni. En sú er ekki raunin í dag. Samkynhneigður maður frá Afríku eyddi níu árum á Ítalíu og sótti þar um hæli án árangurs, þótt ofbeldi og fordómar í garð samkynhneigðra sé þekkt vandamál í hans heimalandi. Annar maður frá Nígeríu sem misst hafði bróður sinn vegna Boko Haram eyddi tveimur árum í Svíþjóð og sótti þar um hæli án árangurs, þótt allir þekki til voðaverka Boko Haram. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Dyflinnarkerfið er gallað þó að ég gangi ekki svo langt að segja að það sé alslæmt. Það sem ég tel hvað alvarlegast er að Dyflinnarkerfið veldur því að einstaklingar fá ekki almennilega meðferð hælisumsóknar sinnar og verða „fórnarlömb“ kerfisins. Ég veit að endurskoðun Dyflinnarsamstarfs Íslands við ESB er komin á borð alþingismanna. Af því tilefni, vil ég skora á þá sem geta breytt kerfinu, að einblína á að styrkja flóttamannastefnu landsins og beina sjónum að því sem skiptir máli, þ.e. að bjarga fólki í neyð og virða alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sínar, en ekki að fylgja Dyflinnarreglugerðum í blindni.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar