Viðskiptaráð vill reyna afur Ögmundur Jónasson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Á tíunda áratug síðustu aldar og upphafsárum nýrrar aldar var Viðskiptaráð og forveri þess, Verslunarráðið, óhemju duglegt. Þetta var í aðdraganda hrunsins. Ætli nokkur stofnun, nema ef vera skyldi Samtök banka og fjármálafyrirtækja, hafi verið eins dugleg í baráttunni fyrir „einfaldara Íslandi“ einsog það hét þegar talað var fyrir afnámi alls þess sem þótti setja markaðsviðskiptum hömlur. Fluttir voru inn trúboðar sem kenndu aðferðafræði einkavæðingar og minnist ég sérstaklega dr. Pieris í því sambandi en hann setti ráðleggingar sínar einmitt fram að hætti trúboða. Verslunarráðið sló upp í málgagni sínu: 10 boðorð dr. Pieris! Þá var hamast á því að „framleiðni“ væri ekki næg í opinbera geiranum, sem náttúrlega þýddi það eitt að fækka þyrfti þar fólki. Starfsfólki sjúkrahúsa, skóla, lögreglu og umönnunarstofnana kom þetta alltaf nokkuð spánskt fyrir sjónir þótt öllum bæri saman um að stöðugt ætti að reyna að finna nýjar leiðir til að hagnýta fjármagn sem best með nýrri tækni og markvissara vinnufyrirkomulagi. Og svo var það sala eigna ríkis og sveitarfélaga. Hún skyldi sett í forgang! Þetta var framlag Verslunar-/Viðskiptaráðs í aðdraganda hrunsins.Varnarorðum ekki sinnt Ekki verður sagt að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Hafist var handa um lagabreytingar í framangreindum anda, reynt var að skerða réttindi opinberra starfsmanna þannig að kostnaðarminna yrði að reka þá og síðast en ekki síst var farið að selja/gefa ríkiseignir, banka og orkustofnanir því allt átti að verða betra á markaði en hjá hinu opinbera. Meira að segja varð það bannorð að ríki og sveitarfélög ættu húsnæðið undir starfsemi sína heldur bæri að selja það og leigja síðan af nýjum eigendum. Samkvæmt forskriftinni átti þetta að verða miklu betra. Varnaðarorðum var engu sinnt. Ekki einu sinni að ríkið ætti í okkar agnarsmáa hagkerfi að hafa einn banka á sinni hendi til að tryggja nægilega kjölfestu í fjármálakerfinu. Fróðlegt er að skoða afleiðingar þessarar stefnu. Nýlega fengum við fréttir af 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy orkufyrirtækisins, bankarnir urðu taumlausri græðgi eigenda og stjórnenda að bráð, Reykjanesbær sem lengst gekk í sölu eigna sinna varð nánast gjaldþrota, einkaframkvæmd reyndist skattborgurum dýrkeypt og engin deilir lengur um að mannfækkun á umönnunarstofnunum, „aukin framleiðni“ þar, hefur reynst dýrkeypt. En nú stígur Viðskiptaráðið aftur fram eins og ekkert hafi í skorist með glænýrri áskorun en um leið svo gamalkunnri: Ríki og sveitarfélög eiga að selja eignir fyrir 800 milljarða, hefja á sölu Landsvirkjunar og Landsbankans, eina ríkisbankans, auka þarf framleiðni í umönnunargeiranum og hjá lögreglunni. Skyldum við eiga von á dr. Pieri með vorinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar og upphafsárum nýrrar aldar var Viðskiptaráð og forveri þess, Verslunarráðið, óhemju duglegt. Þetta var í aðdraganda hrunsins. Ætli nokkur stofnun, nema ef vera skyldi Samtök banka og fjármálafyrirtækja, hafi verið eins dugleg í baráttunni fyrir „einfaldara Íslandi“ einsog það hét þegar talað var fyrir afnámi alls þess sem þótti setja markaðsviðskiptum hömlur. Fluttir voru inn trúboðar sem kenndu aðferðafræði einkavæðingar og minnist ég sérstaklega dr. Pieris í því sambandi en hann setti ráðleggingar sínar einmitt fram að hætti trúboða. Verslunarráðið sló upp í málgagni sínu: 10 boðorð dr. Pieris! Þá var hamast á því að „framleiðni“ væri ekki næg í opinbera geiranum, sem náttúrlega þýddi það eitt að fækka þyrfti þar fólki. Starfsfólki sjúkrahúsa, skóla, lögreglu og umönnunarstofnana kom þetta alltaf nokkuð spánskt fyrir sjónir þótt öllum bæri saman um að stöðugt ætti að reyna að finna nýjar leiðir til að hagnýta fjármagn sem best með nýrri tækni og markvissara vinnufyrirkomulagi. Og svo var það sala eigna ríkis og sveitarfélaga. Hún skyldi sett í forgang! Þetta var framlag Verslunar-/Viðskiptaráðs í aðdraganda hrunsins.Varnarorðum ekki sinnt Ekki verður sagt að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Hafist var handa um lagabreytingar í framangreindum anda, reynt var að skerða réttindi opinberra starfsmanna þannig að kostnaðarminna yrði að reka þá og síðast en ekki síst var farið að selja/gefa ríkiseignir, banka og orkustofnanir því allt átti að verða betra á markaði en hjá hinu opinbera. Meira að segja varð það bannorð að ríki og sveitarfélög ættu húsnæðið undir starfsemi sína heldur bæri að selja það og leigja síðan af nýjum eigendum. Samkvæmt forskriftinni átti þetta að verða miklu betra. Varnaðarorðum var engu sinnt. Ekki einu sinni að ríkið ætti í okkar agnarsmáa hagkerfi að hafa einn banka á sinni hendi til að tryggja nægilega kjölfestu í fjármálakerfinu. Fróðlegt er að skoða afleiðingar þessarar stefnu. Nýlega fengum við fréttir af 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy orkufyrirtækisins, bankarnir urðu taumlausri græðgi eigenda og stjórnenda að bráð, Reykjanesbær sem lengst gekk í sölu eigna sinna varð nánast gjaldþrota, einkaframkvæmd reyndist skattborgurum dýrkeypt og engin deilir lengur um að mannfækkun á umönnunarstofnunum, „aukin framleiðni“ þar, hefur reynst dýrkeypt. En nú stígur Viðskiptaráðið aftur fram eins og ekkert hafi í skorist með glænýrri áskorun en um leið svo gamalkunnri: Ríki og sveitarfélög eiga að selja eignir fyrir 800 milljarða, hefja á sölu Landsvirkjunar og Landsbankans, eina ríkisbankans, auka þarf framleiðni í umönnunargeiranum og hjá lögreglunni. Skyldum við eiga von á dr. Pieri með vorinu?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar