Viðskiptaráð vill reyna afur Ögmundur Jónasson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Á tíunda áratug síðustu aldar og upphafsárum nýrrar aldar var Viðskiptaráð og forveri þess, Verslunarráðið, óhemju duglegt. Þetta var í aðdraganda hrunsins. Ætli nokkur stofnun, nema ef vera skyldi Samtök banka og fjármálafyrirtækja, hafi verið eins dugleg í baráttunni fyrir „einfaldara Íslandi“ einsog það hét þegar talað var fyrir afnámi alls þess sem þótti setja markaðsviðskiptum hömlur. Fluttir voru inn trúboðar sem kenndu aðferðafræði einkavæðingar og minnist ég sérstaklega dr. Pieris í því sambandi en hann setti ráðleggingar sínar einmitt fram að hætti trúboða. Verslunarráðið sló upp í málgagni sínu: 10 boðorð dr. Pieris! Þá var hamast á því að „framleiðni“ væri ekki næg í opinbera geiranum, sem náttúrlega þýddi það eitt að fækka þyrfti þar fólki. Starfsfólki sjúkrahúsa, skóla, lögreglu og umönnunarstofnana kom þetta alltaf nokkuð spánskt fyrir sjónir þótt öllum bæri saman um að stöðugt ætti að reyna að finna nýjar leiðir til að hagnýta fjármagn sem best með nýrri tækni og markvissara vinnufyrirkomulagi. Og svo var það sala eigna ríkis og sveitarfélaga. Hún skyldi sett í forgang! Þetta var framlag Verslunar-/Viðskiptaráðs í aðdraganda hrunsins.Varnarorðum ekki sinnt Ekki verður sagt að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Hafist var handa um lagabreytingar í framangreindum anda, reynt var að skerða réttindi opinberra starfsmanna þannig að kostnaðarminna yrði að reka þá og síðast en ekki síst var farið að selja/gefa ríkiseignir, banka og orkustofnanir því allt átti að verða betra á markaði en hjá hinu opinbera. Meira að segja varð það bannorð að ríki og sveitarfélög ættu húsnæðið undir starfsemi sína heldur bæri að selja það og leigja síðan af nýjum eigendum. Samkvæmt forskriftinni átti þetta að verða miklu betra. Varnaðarorðum var engu sinnt. Ekki einu sinni að ríkið ætti í okkar agnarsmáa hagkerfi að hafa einn banka á sinni hendi til að tryggja nægilega kjölfestu í fjármálakerfinu. Fróðlegt er að skoða afleiðingar þessarar stefnu. Nýlega fengum við fréttir af 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy orkufyrirtækisins, bankarnir urðu taumlausri græðgi eigenda og stjórnenda að bráð, Reykjanesbær sem lengst gekk í sölu eigna sinna varð nánast gjaldþrota, einkaframkvæmd reyndist skattborgurum dýrkeypt og engin deilir lengur um að mannfækkun á umönnunarstofnunum, „aukin framleiðni“ þar, hefur reynst dýrkeypt. En nú stígur Viðskiptaráðið aftur fram eins og ekkert hafi í skorist með glænýrri áskorun en um leið svo gamalkunnri: Ríki og sveitarfélög eiga að selja eignir fyrir 800 milljarða, hefja á sölu Landsvirkjunar og Landsbankans, eina ríkisbankans, auka þarf framleiðni í umönnunargeiranum og hjá lögreglunni. Skyldum við eiga von á dr. Pieri með vorinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar og upphafsárum nýrrar aldar var Viðskiptaráð og forveri þess, Verslunarráðið, óhemju duglegt. Þetta var í aðdraganda hrunsins. Ætli nokkur stofnun, nema ef vera skyldi Samtök banka og fjármálafyrirtækja, hafi verið eins dugleg í baráttunni fyrir „einfaldara Íslandi“ einsog það hét þegar talað var fyrir afnámi alls þess sem þótti setja markaðsviðskiptum hömlur. Fluttir voru inn trúboðar sem kenndu aðferðafræði einkavæðingar og minnist ég sérstaklega dr. Pieris í því sambandi en hann setti ráðleggingar sínar einmitt fram að hætti trúboða. Verslunarráðið sló upp í málgagni sínu: 10 boðorð dr. Pieris! Þá var hamast á því að „framleiðni“ væri ekki næg í opinbera geiranum, sem náttúrlega þýddi það eitt að fækka þyrfti þar fólki. Starfsfólki sjúkrahúsa, skóla, lögreglu og umönnunarstofnana kom þetta alltaf nokkuð spánskt fyrir sjónir þótt öllum bæri saman um að stöðugt ætti að reyna að finna nýjar leiðir til að hagnýta fjármagn sem best með nýrri tækni og markvissara vinnufyrirkomulagi. Og svo var það sala eigna ríkis og sveitarfélaga. Hún skyldi sett í forgang! Þetta var framlag Verslunar-/Viðskiptaráðs í aðdraganda hrunsins.Varnarorðum ekki sinnt Ekki verður sagt að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Hafist var handa um lagabreytingar í framangreindum anda, reynt var að skerða réttindi opinberra starfsmanna þannig að kostnaðarminna yrði að reka þá og síðast en ekki síst var farið að selja/gefa ríkiseignir, banka og orkustofnanir því allt átti að verða betra á markaði en hjá hinu opinbera. Meira að segja varð það bannorð að ríki og sveitarfélög ættu húsnæðið undir starfsemi sína heldur bæri að selja það og leigja síðan af nýjum eigendum. Samkvæmt forskriftinni átti þetta að verða miklu betra. Varnaðarorðum var engu sinnt. Ekki einu sinni að ríkið ætti í okkar agnarsmáa hagkerfi að hafa einn banka á sinni hendi til að tryggja nægilega kjölfestu í fjármálakerfinu. Fróðlegt er að skoða afleiðingar þessarar stefnu. Nýlega fengum við fréttir af 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy orkufyrirtækisins, bankarnir urðu taumlausri græðgi eigenda og stjórnenda að bráð, Reykjanesbær sem lengst gekk í sölu eigna sinna varð nánast gjaldþrota, einkaframkvæmd reyndist skattborgurum dýrkeypt og engin deilir lengur um að mannfækkun á umönnunarstofnunum, „aukin framleiðni“ þar, hefur reynst dýrkeypt. En nú stígur Viðskiptaráðið aftur fram eins og ekkert hafi í skorist með glænýrri áskorun en um leið svo gamalkunnri: Ríki og sveitarfélög eiga að selja eignir fyrir 800 milljarða, hefja á sölu Landsvirkjunar og Landsbankans, eina ríkisbankans, auka þarf framleiðni í umönnunargeiranum og hjá lögreglunni. Skyldum við eiga von á dr. Pieri með vorinu?
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar