Framkvæmdaáætlunin frá Peking 20 ára Eygló Harðardóttir skrifar 9. mars 2015 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar