Jólin koma snemma hjá körfuboltafólkinu í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2015 07:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Daníel Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu. Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Síðasta haust söðlaði körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson um og samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Sigurður, sem er 26 ára, lék með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi áður en hann fór til Svíþjóðar en miðherjinn sterki varð tvisvar Íslandsmeistari með Grindvíkingum og einu sinni með Keflvíkingum. Þegar Fréttablaðið heyrði í Sigurði í gær var hann á leið á æfingu, en í kvöld mætir Solna Jämtland Basket á heimavelli í lokaumferð sænsku deildarinnar. Úrslitin í leiknum skipta Sigurð og félaga í sjálfu sér engu máli en ljóst er að Solna endar deildarkeppnina í 7. sæti. Ellefu lið eru í deildinni en átta þeirra komast í úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. Þar mætir Solna annaðhvort Norrköping Dolphins eða Södertäjle Kings en liðin mætast í lokaumferðinni í kvöld.Ágæt staða miðað við aðstæður Sigurður segir gengi Solna í vetur að mestu vera í takti við væntingar fyrir tímabilið. „Þetta hefur verið upp og niður, það hefur gengið ágætlega og svo ekki neitt,“ sagði Sigurður en Solna tapaði til að mynda fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og þá tapaði liðið fimm leikjum í röð í janúar og byrjun febrúar. Víkingarnir hafa hins vegar verið á ágætis róli á síðustu vikum og hafa unnið fimm af síðustu átta leikjum sínum. „Ég vil alltaf vinna alla leiki en ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. En ef maður lítur á fjárhagslegt bolmagn liðsins, meiðslin og Kanavandræðin sem við höfum lent í, þá held ég að 7. sætið sé ásættanlegt,“ sagði Sigurður en Víkingarnir skiptu þrisvar um bandarískan leikmann á tímabilinu og þá var Alexander Lindqvist, einn sterkasti leikmaður liðsins, frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla.Æfingar tvisvar á dag Sigurður segir að munurinn á sænsku og íslensku deildinni sé talsverður og jafnvel meiri en hann bjóst við. „Það er auðvitað meiri atvinnumannabragur á þessu hérna. Við æfum tvisvar á dag og síðan eru fundir fyrir leiki. Þetta er skrefi fyrir ofan íslenska boltann og deildin er betri. Það er meiri peningur í spilunum hér og þar af leiðandi betri leikmenn,“ sagði Sigurður sem var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum í nýju landi. „Þetta er aðeins hraðari og skipulagðari bolti en heima. En leikkerfin eru ekki ósvipuð þeim sem ég hef spilað áður svo ég var mjög fljótur að komast inn í hlutina hér. Maður þurfti aðallega að venjast því að spila með nýjum leikmönnum.“ Sigurður er nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en Ísfirðingurinn er með 9,3 stig, 5,5 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Þá er hann með 57,9% skotnýtingu inni í teig, sem er sú besta í liði Sundsvall.Mikið að gerast í sumar Líkt og svo margir íslenskir leikmenn hefur Sigurður annað augað á landsliðinu en fram undan er stærsta sumar í sögu landsliðsins. Ísland keppir að sjálfsögðu á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi í byrjun júní og í september er svo komið að Euro Basket, þar sem Ísland verður í fyrsta sinn á meðal þátttökuþjóða. „Það er mikið að gerast í sumar; Smáþjóðaleikar, æfingaleikir og svo koma jólin snemma í ár,“ sagði Sigurður léttur en hann stefnir á að halda sæti sínu í landsliðinu og fara með til Berlínar þar sem riðill Íslands verður spilaður. Íslenska liðið dróst í sannkallaðan dauðariðil, með gestgjöfunum Þjóðverjum, Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Serbíu.
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum