Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Brjánn Jónasson skrifar 17. mars 2015 00:00 Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun