Erlent

Þrír í fangelsi fyrir hryðjuverk

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögmaður Valons Avdyli komst í heimsfréttirnar þegar hann var verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik.
Lögmaður Valons Avdyli komst í heimsfréttirnar þegar hann var verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. fréttablaðið/EPA
Þrír norskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin „Íslamskt ríki“ í Sýrlandi. Mennirnir eru dæmdir eftir nýlegu ákvæði í norsku refsilöggjöfinni, grein 147d.

Þetta er í fyrsta sinn sem reynir á þessa lagagrein og var niðurstöðu dómstólsins því beðið með nokkurri eftirvæntingu. Svein Holden, lögmaður eins mannanna, segir að dómnum verði áfrýjað.

Þyngsta dóminn, fjögurra ára og níu mánaða fangelsi, hlaut maður að nafni Valon Avdyli, en hann er upphaflega frá Albaníu. Bróðir hans, Visar Avdyli, hlaut vægasta dóminn eða sjö mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn heitir Djibril Bashir, ættaður frá Sómalíu, og hlaut fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsisdóm.

Holden segir Valon Avdyli ósáttan við dóminn: „Hann hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi ekki verið félagi í „Íslamska ríkinu“ og það er niðurdrepandi fyrir hann að því hafi ekki verið trúað,“ er haft eftir Holden á vefsíðu dagblaðsins VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×