Að slátra gullgæsinni Árni Páll Árnason skrifar 27. maí 2015 07:00 Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun