Mínútumaðurinn 2. júní 2015 07:00 Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun