Þröngþingi Íslendinga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun