Vill fá aðlögunarráðuneytið aftur Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi sósíaldemókrata, stillti sér upp fyrir myndatökur með aðdáendum á kosningaferðalagi í Viborg. fréttablaðið/EPA Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira