Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki Hilmar J. Malmquist skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun