Ef nýja stjórnarskráin… Þorvaldur Gylfason skrifar 30. júlí 2015 07:00 Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun